Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 11
1 INNGANGUR
1.0 I ritgerð þessari er ætlunin að athuga hvaða mynd
íslenskar bamahækur gefa af íslensku þjóðfélagi. Með hug-
takinu barnabækur er átt við skáldverk, sem eru sett á
almennan markað í bókaformi handa börnum og ungling-
um, og oftast skilin frá bókum handa fullorðnu fólki í
hókaverslunum og almenningsbókasöfnum. Athugunin nær
yfir harnabækur ellefu ára, og í inngangskafla verður
reynt að segja frá vali hókanna og vinnslu upplýsinga úr
þeim. í síðasta hluta inngangskaflans verður fjallað sér-
staklega um gerðir bókaflokka eða seríubóka, eins og þær
eru oft nefndar.
1.1 Bækurnar sem valdar voru komu allar út á árunum
1960—1970 að báðum árum meðtöldum. Þær eru allar
eftir nafngreinda íslenska höfunda, en fjórar þeirra eru
ekki frumsamdar á íslensku. Það eru bækur Jóns Sveins-
sonar, Á Skipalóni, Borgin við sundið, Nonni og Manni og
Sólskinsdagar, sem voru endurútgefnar í ritsafni höfundar
á þessum árum.
Til að leita uppi þær barnabækur sem komu út á tíma-
bilinu var ætlunin í fyrstu að nota Árbækur Landsbóka-
safns Islands, en það reyndist ekki sem best. Flokkun ár-
bókanna á bókum í barnabækur annars vegar og skáld-
sögur handa fullorðnum hins vegar er oft ónákvæm. Sem
dæmi má nefna, að sagan Vetrarævintýri Svenna í Ási
eftir Jón Kr. ísfeld er flokkuð með skáldsögum, þótt hún
hafi undirtitilinn „barna- og unglingasaga“.
Til samanburðar við listann, sem safnað var á úr árbók-
unum, athugaði ég Bókaskrá Bóksalafélags íslands sömu
ár og fann þar nokkrar bækur í viðbót.