Studia Islandica - 01.06.1993, Page 11
I FORSPJALL
1. Vandkvœði á rannsókn íslendingasagna
Hvað vitum við eiginlega um íslendingasögur? Pegar vel er að
gáð miklu minna en fólki er ljóst eða vill vera láta, eins og
rannsóknarsagan ber glöggt með sér. Fræðimenn eru ekki
einu sinni á sama máli um, hvers konar sögur íslendingasögur
séu og tala því oft hver fram hjá öðrum, ef þeir á annað borð
ræðast við. Sögurnar eru gögn um manninn, documenta hum-
ana, sem flestar huggreinar sækja föng til. Menn verða hins
vegar ráðvilltir, þegar þeim er gert að leggja það á sig að
kynnast öllum þeim reiðinnar ósköpum, sem fyrr og síðar
hafa verið skrifuð um sögurnar. Fræðimenn spyrja ólíkra
spurninga, beita mismunandi rannsóknaraðferðum og kom-
ast þar með að ólíkum niðurstöðum. Rannsóknir íslendinga-
sagna eru á hverfanda hveli.
Það eru ekki ýkjur að segja, að þekkingin á fornsögunum sé
blanda vísindalegrar reynslu og hreins hugarburðar, þar sem
rannsakendur hafi oft án nægrar gagnrýni haft misgóðar
kennisetningar að leiðarljósi við athuganir sínar. Vondar og
góðar kreddur eru undirstaða fræðanna, og á þeim er reist
spilaborg hugmynda um íslendingasögur. Þetta ætti engum,
sem gefur gaum að málavöxtum, að koma í opna skjöldu.
Naumast verður um það deilt, að íslendingasögur séu frum-
legasta bókmenntategund okkar, enda eiga þær sér engar
nánar hliðstæður meðal erlendra miðaldabókmennta hvorki
að formi, efni né stíl.1 Það verður því eigi höfð veruleg stoð af
erlendum ritverkum við greiningu sagnanna líkt og við bisk-
1 Greinargóð rannsóknarsaga íslendingasagna síðustu áratugi ásamt bók-
fræði er eftir Carol J. Clover: „Icelandic Family Sagas (íslendingasögur)“,
239-315.