Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 18
16
við ritið í líkamlegum skapnaði sínum, heldur sé hann hluti af
heimi og tíma verksins, sem birtir heimsmynd hans. Pótt höf-
undur felli sögu sína inn í mótaða frásagnarhefð, er hann ekki
bandingi heimildanna, eins og ráða má best af því, hvernig
hann leikur kostamikil skráð aðföng. Ef íslendingasögur eru
höfundarverk — og fáir munu lengur bera brigður á það —
verða menn að taka afleiðingunum af því og skoða fornsög-
urnar frá því sjónarmiði, jafnvel þótt höfundurinn hafi stuðst
við fjölskrúðug munnmæli eða arfsagnir.1
Jafnan verður traustust þekking á sögunum sótt til sögu-
textans, hvað sem fræðigrillum og snillitúlkunum líður. Með
kostum sínum og göllum er textinn botn allrar rýni. En hann
er harður húsbóndi, ekki síst þegar hann gengur ekki sjálfur
heill til skógar, eins og Heiðarvígasaga er til sanninda um.
En ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Eftir er að
skilja sögurnar réttum skilningi, en viðbúið er, að hann vefjist
fyrir mönnum við það mikla menningarrof, sem greinir að
annars vegar hugmyndaheim, samfélag og lífsgildi kaþólskra
miðalda og hins vegar neyslusamfélag lútherskrar tölvualdar.
Bilið milli sköpunartíma sagnanna og nútímans er hvorki
meira né minna en sjö aldir og gott betur þó í sumum tilvik-
um. Menn sjá að vísu fyrir sér lifandi tungu á bókum og trúa
því, að allt sé þar auðskilið. En svo er ekki, þegar til kastanna
kemur. Merkjamál horfinnar heimsmyndar ber með sér ýmsa
leynda dóma orða og athafna, sem þurfa túlkunar við.
Við rannsóknir sagnanna er einsætt að gera verður skarpan
mun á hinni ytri sögulegu sýnd og hinni ósögðu duldu reynd,
sem að baki býr. Menn verða jöfnum höndum að hafa í huga
tvær aðferðir við lestur þeirra, og má hvorug án hinnar vera.
Menn lesa yfirleitt sögurnar með yfirborðsskilningi (sensus lit-
eralis), en gefa lítinn gaum að því, að höfundi kynni að liggja
eitthvað á hjarta og brenni í skinninu að koma boðum til les-
enda sinna. Menn hafa almennt vanrækt að huga að hinni
dýpri merkingu eða hinum andlega skilningi (sensus
1 Sjá athugasemdir Halldórs Guðmundssonar: „Skáldsöguvitund í íslend-
ingasögum“, 62-72.