Studia Islandica - 01.06.1993, Page 19
17
spiritualis)} Upphaf og endir allra bókmenntalegra rann-
sókna íslendingasagna er spurningin: Hvað vill höfundur með
verki sínu? Á latínumáli heitir það causa scribendi.
Með þessum fáu orðum hefur verið vakin athygli á, að
rannsóknir íslendingasagna eru ekki reistar á jafntraustum
grunni og ætla mætti við fyrstu sýn og sögurnar séu oftsinnis
metnar og tímasettar eftir alin staðfestulítilla kenningakerfa.
Þeim fylgja vitanlega önnur villuljós, eins og „raunsæi“ elstu
sagna, þar sem Fóstbræðrasaga af öllum sögum er meðal
málsraka, og „hlutleysi“ sagnanna, sem hefur í reynd byrgt úti
höfundinn og vitund hans og gert fornsögurnar að einfara í
menningarsamfélagi miðalda.
Ég hef minnst á nokkur helstu tormerki á könnun íslend-
ingasagna, til þess að enginn skuli standa með öllu berskjald-
aður fyrir óvæntum athugasemdum, sem mæla gegn mörgu,
sem menn hafa tekið fyrir satt og lengi við unað.
2. Viðfangsefnið
Heiðarvígasaga hefur haft mikil og margvísleg áhrif á hug-
myndir manna um íslendingasögur yfirleitt. Pví veldur eink-
um merkileg bókmenntasöguleg staða sögunnar, nefnilega
sú, að hún hefur jafnaðarlega verið talin elst allra fornsagna
og hefur fyrir þær sakir dregið óspart að sér athygli fræði-
manna. Þar með hefur hún orðið ómetanlegur vitnisburður
um bernskuskeið bókmenntagreinarinnar eða jafnvel spegil-
mynd sjálfrar frumsögunnar. Að þessu lúta ummæli Björns
M. Ólsens, þegar hann segir um Heiðarvígasögu, að hvert orð
hennar sé „gullvægt“.1 2 Pegar menn rannsaka söguna, taka
þeir sér sæti við uppspretturnar.
Pað virðist ótrúlegt nú, þegar gefinn er gaumur að breyttum
viðhorfum til íslendingasagna, en samt er það satt, að rit-
skýrendur eru á einu máli um flest þau atriði Heiðarvígasögu,
1 Um mannfólkit segir í Prologus Snorra-Eddu: „En alla hluti skilðu þeir
jarðligri skilningu, því at þeim var eigi gefin andlig spekðin." Edda, 5.
2 Björn M.Ólsen: Um íslendingasögur, 189.