Studia Islandica - 01.06.1993, Side 30
28
byggju, og dregur Heiðarvígasaga vafalaust nafn sitt af þeim
víðkunna atburði, sem átti sér stað, þegar norðanmenn og
sunnanmenn börðust á Tvídægru árið 1014 að sögn bestu ann-
ála. Auðsætt er, að nöfn Heiðarvígasögu og Njálu svara ekki
fyllilega til yrkisefnis.1
Auðvitað er nauðsynlegt við skilgreiningu á sögu að huga
vendilega að efni og viðfangi hennar, en það er líka fjarska
lærdómsríkt að gera sér góða grein fyrir því, hvenær höfundur
fer fljótt yfir sögu eða hvers konar hluti hann lætur ósagða. Af
þessu þrennu má draga ályktanir um einkenni og stefnu sög-
unnar.
Eigi þarf að rýna lengi í Heiðarvígasögu til þess að verða
þess vís, hversu yrkisefnið er fábreytilegt miðað við margar
aðrar sögur, athyglin beinist nær óheft að mannvígum og
hefndum, það örlar ekki á leikjum, hestaati, hvalreka, landa-
deilum og erfðamálum, sem ósjaldan kveikja ófrið í sögum.
í íslendingasögum er æskusaga kappanna iðulega drjúgt
frásagnarefni. Þeir sækja sér hróður erlendis með vaskleik í
víkingaferðum og fræknu framferði í sölum jarla og konunga.
Ekki er Heiðarvígasaga skreytt slíkum hlutum, þótt höfundur
sé sagður hafa hið mesta dálæti á vígaferlum.2
Styrr og Barði vinna engar æskudáðir ytra, að því er séð
verður. Peir halda eigi í víking til að afla sér fjár og frama eins
og Hrútur Herjólfsson eða Gunnar á Hlíðarenda, fella hvorki
dreka né kappa líkt og Björn Hítdælakappi né þreyta sund
líkt og Kjartan Ólafsson. Víga-Styrr og Barði koma fullvaxnir
til víga og höfundurinn fellir vitandi vits ekki orð um ung-
dómsafrek þeirra. Petta hefur ugglaust ekki farið fram hjá
áheyrendum, og þeir hafa skilið það sínum skilningi. Sagna-
hefðin var svo rík, að menn tóku undir eins eftir því sem bæði
var sagt og ekki sagt. Vígamenn, sem hleypa ekki heimdrag-
anum, bjóða af sér annan þokka en þeir kappar, sem vinna
ungir að árum frægð og frama erlendis. Víga-Styrr er heima-
1 Sjá Einar Óiafur Sveinsson: Um Njálu, 229-230.
2 Sjá t.d. athugasemdir Kersbergens um víkingaferðir í Njálu og öðrum ís-
lendingasögum. Litteraire motieven in de Njála, 143-145. —L. Lönnroth:
Njáls saga, 71-76 (The travel pattern).