Studia Islandica - 01.06.1993, Page 32
30
hvorki um að fjölyrða um atvikin að falli hans né dauðdaga.
Barði hnígur ekki í valinn líkt og náfrændi hans, Kjartan
Ólafsson. Viðskilnaðurinn við Barða sýnir tvíræðni sögunnar
til hetjunnar og utangarðsmannsins. Pað leitar á hugann, að
Styrr og Barði súpi báðir seyðið af meingerðum, sem falslaus-
ar hetjur skirrist við að fremja.
Sigurður Fáfnisbani hefnir föður síns ungur að árum og fær-
ir þar með sönnur á manndóm sinn. Styrr ræður menn af dög-
um að litlu tilefni, en Barði gerir upp sakir vegna bróður síns.
í þessu kemur glöggt fram munur þeirra þremenninga. Ástin
leiðir Sigurð Fáfnisbana í dauðann. Hins vegar er engin ást í
Heiðarvígasögu, aðeins hefnd og dauði. Kærleikur er utan-
gátta í ævi Styrs, og Barði segir skilið við tvær eiginkonur sín-
ar til þess eins að knýja fram hefndir. Gervallri ást er í Heiðar-
vígasögu fórnað á altari hefndarinnar, og það er ekki ofmælt,
að önnur lífsgildi hverfa í skuggann, þegar hefndin er annars
vegar. Sagan af Sigurði Fáfnisbana og Heiðarvígasaga eru
frásögur af köppum og viðbrögðum þeirra við ólíkar aðstæð-
ur, en munur þeirra virðist einkum vera fólginn í því, að saga
Sigurðar beinir athyglinni að hetjunni og afrekum hennar, á
meðan Heiðarvígasögu verður einkum starsýnt á breytnina og
afleiðingar hennar.
íslendingasögurnar segja, eins og allir vita, frá deilum,
mannvígum og hefndum, en engin saga er jafnóblandin
hefndarsaga og Heiðarvígasaga. Hún snýst frá upphafi til
enda um hefndir og gagnhefndir. Engir útúrdúrar eru í sög-
unni, sem lúta ekki á einn eða annan hátt þema verksins um
hefndarnauðung sæmdarinnar. Menn eru neyddir til að
endurgjalda svívirðingar, sem þeir telja sig verða fyrir bæði í
orðum og gerðum og vilja ekki fyrir nokkurn mun brjóta odd
af oflæti sínu eða minnka sig í neinu. Þeir svífast einskis til að
halda sæmd sinni, en þegar menn geta ekki undir neinum
kringumstæðum gætt virðingar sinnar nema með því að vega
menn fyrir litlar sakir einar, þá er sæmdin orðin siðblind og
friðarspillir. Þessi siðfræði er sögð berum orðum í sögunni og
mótar athafnir manna.
Eins og fyrr segir, virðist höfundi Heiðarvígasögu vera fátt
i