Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 37
35
draga upp aðra mynd af Styr en þá, sem er hjá Jóni, sé tekið
mark á Eyrbyggju:
Styrr var heraðríkr ok hafði fjglmennt mj<jk; hann átti s^kótt við
marga menn, því at hann vá m^rg víg, en bœtti engi.1
Þegar á allt er litið, þykir mér skýringartilraun Björns M.
Ólsens tæk, nefnilega sú, „að ein eða fleiri sögur hafi staðið
firir framan Heiðarvíga sögu í handritinu, meðan það var
heilt“.2 * En úr þessu verður að sjálfsögðu aldrei skorið.
Sú staðreynd, að liðlega helmingur Heiðarvígasögu er 18.
aldar endursögn, ætti umsvifalaust að hræða hvern vitiborinn
fræðimann frá því að leggja í einelti hulda merkingu sögunn-
ar. En þrátt fyrir öll tormerki, virðist slík eftirsókn ekki ganga
í berhögg við alla skynsemi, þegar að er gáð.
Það má fara nærri um, að fræðimenn hafa einbeitt sér að
því að kanna, hvernig Jón Ólafsson leysti hið vandasama verk
sitt af hendi til þess að komast að raun um skilvísi frásögu
hans.
Jón nefnir rit sitt Breviarium, þ.e. ágrip og segir það vera
inntak hins glataða skinnbókarbrots Víga-Styrs sögu og ritað
fyrst í Höfn árið 1729, en síðan skrifað upp árið 1730 að við
bættum nokkrum athugasemdum og viðauka sögulegs efnis.2
Fræðimenn hafa leitt sterkar líkur að því, að frásögn Jóns
sé allt að því fjórðungi lengri en sambærilegur sögukafli á hin-
um glötuðu skinnblöðum.4 Þetta ber með sér, að rit Jóns er
ekki ágrip eða inntak, heldur endursögn. Stíll Heiðarvígasögu
er knappur og hefur sagt meira í styttra máli en Jón. í athuga-
semdum sínum með sögunni vitnar Jón til eftirtalinna heim-
ilda:
Landnámabók
Eyrbyggjasaga
Grettis saga
Þórðar saga hreðu
2 Eyrb., 33.
^ Um íslendingasögur, 181.
4 Sjá m.a. Hvs., cvi o.áfr.
Um íslendingasögur, 188-189. — livs.. cxiii-cxiv.