Studia Islandica - 01.06.1993, Page 38
36
Kristni saga
Laxdæla saga
Ólafs saga Tryggvasonar
Vatnsdæla
Edda Magnúsar Ólafssonar
Bandamanna saga
Kormáks saga
Sveinbjörn Rafnsson hefur bent á, að Jón hafi verið vel að
sér í fornsögum og það hljóti „að rýra tiltrú manna til þess að
allt það sem í inntakinu stendur hafi verið í brotinu af Heiðar-
víga sögu“. Talar Sveinbjörn um „krítískar afstæður“ heim-
ildanna og telur þær vera þessar:
1) Ef atriði í inntakinu er ekki að finna í ofangreindum heimild-
um hefur það efni líklega verið í brotinu af Heiðarvíga sögu. Allt
það sem tekið er úr „Archaismi" hefur auðvitað verið í brotinu.
2) Ef atriði í inntakinu eru samhljóða ofangreindum heimildum
verður tilvist þeirra í brotinu vafa undirorpin. Það þýðir að þar
þarf að prófa texta og samsetningu frásagnar Jóns nákvæmlega.1
Ég fæ ekki betur séð en þessi fræðilegu skilyrði séu bæði aug-
Ijós og sjálfsögð, en hvernig fullnægir endursögn Jóns þeim?
Hann hefur sjálfur gert grein fyrir vinnubrögðum sínum og
lagt mat á verk sitt. Hann kemst m.a. svo að orði:
Það, sem undangekk berserkja drápinu og þar til er Þórhalli
kom í sakir við Styr, man eg eigi glöggvara en hér er sett. Af
historíunni um víg Styrs, atrekandanum til þess og hefndunum
eftir hann, er án efa engu gleymt, því er í membrana stóð, og
eigi fjarri því niður raðað efninu. En hversu Heiðarvígin hnýtt-
ust þar við, var svo eður mjög líkt því, sem hér greinir. Um nöfn
þeirra manna, sem lítið koma við söguna, hefi eg um getið, hvar
eg eigi man þau glöggt, svo og um bæjanöfn.2
Jón tekur fram, að hann man síst upphaf og endi frásagnar-
innar, enda er það að vonum, því að söguþráðurinn var slitinn
í báða enda í frumriti hans. Hins vegar kveðst hann engu hafa
1 „Heimild um Heiðarvígasögu", 89.
2
Hvs., cvii.