Studia Islandica - 01.06.1993, Side 41
39
Fræðimenn hafa einnig veitt því athygli, að síðari hluti
sögunnar í skinnbókarbrotinu, sem Jóni var með öllu ókunn-
ur, styrkir sumt í frásögn hans. Þannig segir hann t.d. frá því,
að Borgfirðingar hafi sett þau lög í héraði sínu strax eftir víg
Þorsteins Gíslasonar í Bæ, að hver maður væri skyldur til að
leita tafarlaust um landeign sína, væri víg vakið innan héraðs.
Þessi fyrirmæli eru endurtekin og staðfest, þegar Barði vegur
síðarmeir Gísla á Gullteig.1
Vöndugleiki Jóns í vinnubrögðum er mikill og minni hans
hefur verið með afbrigðum gott. Jón tekur víða fram „sagan
segir“, og „mig minnir“, og hann gerir greinarmun á því, sem
hann man og hann telur sig muna.
Björn M. Ólsen felldi þann dóm, að Jón hefði munað sög-
una rétt í aðalatriðum, „enn villist oft í mannanöfnum og ör-
nefnum“2 og sé endursögn hans eftir atvikum svo áreiðanleg
sem framast má við búast. Aðrir fræðimenn eru sama sinnis.
Sigurður Nordal kemst svo að orði:
Nú var það allmiklum erfiðleikum bundið fyrir lærðan mann á
öndverðri 18. öld, að endursegja fornsögu með réttum blæ. En
Jóni kom þar ekki einungis í hald gott minni, heldur líka góð
þekking á lifandi alþýðumáli, sem var miklu betra en venjulegt
ritmál þeirra tíma, og stíl og anda fornsagnanna, sem hann hafði
haft óvenjulegt tækifæri til þess að kynnast. Reyndar skortir tals-
vert á, að inntakið sé í fullkomnum sögustíl. Seinni alda málfar,
stundum dönskuskotið, gægist þar oft fram bæði í orðavali og
orðaskipun. Hins hef ég varlafundið merki, að Jón blandi saman
fornum og nýjum hugsunarhætti. Andinn í frásögn hans er forn-
legur, og hún er læsileg og skemmtileg, svo að með afbrigðum má
heita. í henni er veruleg sögulist, sem varðveitt hefur líf og
kjarna frumsögunnar, þó að búningurinn sé breyttur.3
2 Em íslendingasögur, 190-193.
3 ó'm íslendingasögur, 188.
Sigurður Nordal: Hvs., cxiv. — Vert er að geta ummæla Jóns Helgasonar:
„Það er sjálfsagður hlutur, að Jón hefur gleymt mörgu og rangmint um
sumt, og dregur hann engar dulur á það sjálfur. Hann er oft í vafa um nöfn
bæja og manna, er lítt koma við söguna, og er stöku sinnum sannanlegt, að
honum hefur skjátlazt. En á hinn bóginn er ýmislegt, sem sýnir, að hann
hefur munað efnið merkilega rjett.“ Jón Ólafsson, 44.