Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 50
48
Grettir verður utangarðsmaður eins og Barði, en Grettir
ræður þar litlu um, því að ógæfan skapar honum forlög. Ólaf-
ur helgi fær þar engu um breytt: „ok mun eigi hœgt at gera við
ógæfu þinni.‘l1 Grettir er leiksoppur örlaganna, og fær því
nokkra linun af guði. Öðru máli gegnir um Barða. Hvergi er
tæpt á því, að ógæfan eigi hlutdeild í forlögum hans. Hann er
sjálfráður gerða sinna, og þess vegna er sök hans mikil fyrir
guði. Ábyrgð Barða er því meiri en Grettis, sem fær þrátt fyrir
allt tækifæri frammi fyrir konungi að bera af sér brennumálið
með járnburði. Barða er ekki gefinn neinn kostur á slíkri
mýkt, honum er umsvifalaust á brott vísað. Sekt hans er meiri
en svo, að Ólafur helgi geti afborið hana.
Konungdómi fylgir gifta, sem konungur getur veitt
mönnum, ef honum hugnast svo. í Laxdælu er greint frá
frægðarför Ólafs páa til írlands:
Haraldr konungr ok Gunnhildr leiddu Óláf til skips ok spgðusk
mundu leggja til með honum hamingju sína með vingan þeiri
annarri, er þau hgfðu til lagt; sagði Haraldr konungr, at þat
myndi auðvelt, því at þau kglluðu engan mann vænligra hafa
komit af íslandi á þeira dggum.1 2
Annað dæmi er í Laxdælu. Þegar Kjartan hyggst brenna Ólaf
konung Tryggvason inni, þá segir Bolli Þorleiksson við
Kjartan, að það muni ekki framgengt verða, því að konungur
sé „giptudrjúgr ok hamingjumikill“.3
Ólafur Haraldsson er hinn eilífi konungur Norðmanna,
höfuðdýrlingur norrænna manna og gifta hans að sama skapi
meiri en annarra konunga. Legar hann er nefndur til Heiðar-
vígasögu, er hann kallaður „Óláfr konungr inn helgi“, hvorki
hinn digri né Haraldsson. Hann þarf engrar kynningar við.
Heiðarvígasaga leggur áherslu á helgi Ólafs, og höfundur
vottar honum virðingu sína með því að taka fram, að Barði og
förunautar hans kveðji konung „vel, sem sœmði“.
1 Grettiss., 134.
2 Laxd., 53.
3 Laxd., 119.