Studia Islandica - 01.06.1993, Page 54
52
Eins og sjá má, er ekki á neinn hátt látið í veðri vaka, að hér
sé fj ölkynngi til að dreifa, ólíkt því sem er h j á Svani á Svanshóli:
Svanr tók geitskinn eitt ok veifði um hgfuð sér ok mælti:
Verði þoka
ok verði skrípi
ok undr pllum þeim,
er eptir þér sœkja.1
í íslendingasögum koma fyrir veður og veðrabrigði, sem ber-
sýnilega eiga rætur að rekja ýmist til myrkra afla eða guðs
vilja, en flestar lýsingar hygg ég vera náttúrulegar breytingar
óstöðugrar veðráttu, ekki síst á fjöllum og heiðum uppi. Má
rekast víða á sviplíkar lýsingar í samtíðarsögum Sturlungu,
sem ástæðulaust er að tíunda, en ég læt nægja að sækja hlið-
stætt dæmi til sjálfrar Heiðarvígasögu.
Frásögnin af undankomu Barða eftir Heiðarvígin hermir
eftir suðurreið Snorra til Borgarfjarðar að vígi Forsteins
Gíslasonar í Bæ:
Þá mælti Snorri: „Eigi þykkir mér at, þó nú kœmi þoka.“ Ríða
síðan suðr Hvítársíðu; þá var þoka yfir heraðinu ok vindr afhafi
ok úr við; láta þeir nú taka niðr hesta sína ok ceja, ríða þar eptir
npkkura stund; tekr þá til at elda aptr ok heiða upp þokuna, ok
sá tíðendi yfir heraðit.2
Skáletruðu orðin eru úr fornyrðalista Jóns Ólafssonar. Frá-
leitt yrði Snorra goða brugðið um galdra. Barði og Snorri eiga
það sammerkt í suðurreið sinni að standa höllum fæti gegn
herskara óvina, og höfundur Heiðarvígasögu leysir hinn sögu-
lega eða listræna vanda með slæðingi af myrkva eða þoku.
Ekkert er fjarri vígamanninum og hetjunni Barða en fjöl-
kynngi, svo að hin rótfasta skýring er ekki sannfærandi.
Orðið forneskja, sem Ólafur helgi lætur sér tvisvar um
munn fara í stuttu máli við Barða, merkir upphaflega „forn
siður'1, en virðist hafa, er tímar liðu, greinst í þrjár deilimerk-
ingar hugtaksins:
1 Njála, 37-38.
2 Hvs., 247.