Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 60
58
Manndráp sómir ekki kristnum mönnum til að koma fram
hefndum, það er forneskja, sem raskar „guðs rétti“. f sam-
ræmi við þetta viðhorf komu engar mannhefndir fyrir Björn
Hítdælakappa, og er það fátítt í íslendingasögum um slíkan
garp sem hann var. Tilvitnunin að ofan ber með sér, að
skoðanir hafi verið skiptar með 13. aldar mönnum um það,
hvort hefndir og mannvíg væru samboðin kristnum mönn-
um.
Ekki er fullvíst, hvað orðið átrúnaður merkir í ofangreind-
um ummælum Ólafs helga: „ok þó hafi þér npkkut forneskju
ok þess konar átrúnað, sem oss er óskaptíðr.“ Orðið er al-
mennt haft um trú og sið, en hér er það sjálfsagt sértækrar
merkingar, og þykir mér vænlegt að sækja hana til kunnrar
frásagnar í Ólafs sögu helga. Ofurhuginn og stigamaðurinn
Arnljótur gellini leitaði á fund Ólafs helga og vildi ganga í lið
hans fyrir Stiklarstaðaorustu. Frá samræðu þeirra segir sagan
svo:
Þá spurði konungr, hvárt Arnljótr væri kristinn maðr eða eigi.
Hann segir þat frá átrúnaði sínum, at hann trýði á mátt sinn ok
megin. „Hefir mér sá átrúnaðr unnizk at gnógu hér til. En nú
ætla ek heldr at trúa á þik, konungr.“ Konungr svarar: „Ef þú
vill á mik trúa, þá skaltu því trúa, er ek kenni þér. Því skaltu
trúa, at Jesús Kristr hefir skapat himin ok jprð ok menn alla ok
til hans skulu fara eptir dauða allir menn, þeir er góðir eru ok
rétttrúaðir.“ Arnljótr svarar: „Heyrt hefi ek getit Hvíta-Krists,
en ekki er mér kunnigt um athgfn hans eða hvar hann ræðr fyrir.
Nú vil ek trúa því gllu, er þú segir mér. Vil ek fela á hendi þér
allt mitt ráð.“ Síðan var Arnljótr skírðr.1
Þó að Barði sé kristinn maður, en ekki heiðinn líkt og Arn-
ljótur gellini, læt ég mér til hugar koma, að átrúnaður
Barða, sem Ólafur helgi áfellist, sé einmitt sá að trúa á mátt
1 Hkr. II, 369-370. — Þorvalds þáttur tasalda er merkur þáttur. Hann segir
frá Bárði, sem trúir á mátt sinn og megin, en verður undir í glímu við
Þorvald, sem ber nöfn guðs á brjósti innan klæða. Glíman er barátta
tveggja siða. Eyfirðinga sögur. ÍF IX, 119-126.