Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 63
61
„En þat kann opt verða, er menn hitta í slíka hluti, ok verðr svá
mikit rið at, ef ngkkut verðr við blandit forneskju, at menn trúa
á þat of mjgk.“
Sömu orð og orðasambönd eru notuð: hitta í slíka hluti (þ.e.
stórræði), blandit forneskju, trúa á þat ofmjqk (sbr. átrúnað-
ur). En viðbótin: „ok verðr svá mikit rið at“, vekur sérstaka
athygli. Orðið rið merkir m.a.: „sveifla, fall, högg (sbr.
sverðs-rið), kast“.! En hvað þýðir þessi torráðna málsgrein?
Ég ætla heildarmerkinguna þessa: En það hendir oft, þegar
menn hitta í stórræði, að þeir hefna sín úr hófi fram, ef þeir
fara að háttum heiðinna manna (blandit forneskju) og trúa á
mátt sinn og megin (þ.e. skeyta ekki um boðorð guðs). Orðið
r i ð er hér nýtt lykilorð og vísar til annarra frásagna í sögunni,
sem eiga að færa sönnur á, að konungur fari með rétt mál,
þegar hann sakfellir Barða. Skipti Barða og Auðar, konu
hans, bera því rækilega vitni.
Eftir samtal sitt við Ólaf helga var Barði um kyrrt í Þránd-
heimi, en hélt síðan til Danmerkur og dvaldist þar næsta
vetur, áður en hann fór til íslands. Heimkominn fékk hann
Auðar, dóttur Snorra goða, sem var skörungur mikill. Eftir
1 Hin átakanlega frásögn íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar af vígi Þórðar
og Snorra Þorvaldssona í Miðdölum 1232 hefur sennilega haft áhrif á forn-
sögurnar, m.a. á Laxdælu og Njálu, og ekki óhugsandi, að einhver tengsl
gætu verið við Heiðarvígasögu, þótt það yrði seint sannað. I frásögn Sturlu
fara saman orðakast og vopnaviðskipti, sem bregða birtu á stríðsaðila,
karlmennsku og ómennsku. Samtalslistin lýsir m.a. viðbrögðum manna við
aðsteðjandi dauða. Athygli vekur, hvernig orðið „troll“ er notað af Sturlu
og í Heiðarvígum. Sturla Sighvatsson minnir óneitanlega á Víga-Styr í
sumum greinum. Þeir eru báðir griðrofar, neyta liðsmunar, bíða álengdar,
hæða fórnarlömb sín. Nöfn þeira eru og sömu merkingar, Sturla er meira
að segja við fæðingu heitinn „Vígsterkr“ af draummanni. Þess er og að
geta, að í harmleiknum í Mið-Dölum kemur fyrir máttarorðið rið. Svo seg-
ir Sturla Þórðarson:
„Hermundr snaraði þá fyrir garðshornit með reidda öxi ok þar at, er
Snorri sat. Hann brá upp hendinni ok mælti: „Högg þú mik eigi, ek vil
tala nökkut áðr.“ Hermundr hafði it sama riðit ok hjó á hálsinn, svá at
nær tók af höfuðit, svá at eigi helt meira en reipshaldi. Annarri hendi hjó
hann til.“ Sturlunga saga I, 357.