Studia Islandica - 01.06.1993, Side 64
62
skamma viðdvöl á íslandi — einn eða tvo vetur — hurfu þau
til Noregs og voru um veturinn með Sveini Hárekssyni í
Pjóttu. Þá dró til mikilla tíðinda með þeim hjónum:
Svá bar til einn morgin, er þau váru úti í skemmu bæði, at Barði
vildi sofa, en hon vildi vekja hann ok tekr eitt hœgendi lítit ok
kastar í andlit honum, svá sem með glensi; hann kastaði braut,
ok ferr svá npkkurum sinnum; ok eitt sinn kastar hann til hennar
ok lætr fylgja hpndina; hon reiðisk við ok hefir fengit einn stein
ok kastar til hans. Ok um daginn eptir drykkju stendr Barði
(upp) ok nefnir sér vátta ok segir skilit við Auði ok segir, at hann
vill eigi af henni ofríki taka né pðrum mpnnum; ekki tjár orðum
við at koma, svá er þetta fast sett.1
Petta er dæmi um r i ð eða kast — og vanstillingu.
Riðið hefst í Heiðarvígasögu með saklausu glensi Auðar og
koddakasti. Barði kastar aftur „ok ferr svá nQkkurum
sinnum“, þar næst slær Barði Auði kinnhest, svo að gaman
hennar sveiflast í reiði. Steinkast fylgir. Barði rekur síðan
endahnútinn á riðið með því að segja skilið við Auði.
íslendingasögur herma frá hjónaskilnaði, t.d. skilur Práinn
Sigfússon við Þórhildi í Njálu og Þórður Ingunnarson við
Auði í Laxdælu, og munu tildrögin vera að jafnaði bruni til
annarra kvenna. Öðruvísi er í Heiðarvígasögu. Þar verður
svo mikið rið af áköstum hjónanna, að samförum þeirra er
lokið. Eigi rekur mig minni til skilnaðar, sem á rætur að rekja
til handalögmála, þegar hetjan missir stjórn á skapi sínu. At-
ferli Barða hygg ég vera skáldað af höfundi til að sanna orð
Ólafs helga og vera jafnframt víti til varnaðar; Menn eiga
ekki að missa stjórn á geði sínu, vera laus höndin og fara of-
fari, heldur búa saman í sátt og samlyndi, halda friðinn. Ann-
ars fer illa. Sjálf sviðsetningin lýsir Barða frá enn einu sjón-
arhorni og auðveldar lesendum að nálgast heildartúlkun
sögunnar.
Þetta lítilmótlega atvik, sem gerist í kyrrð morgunsins og
friðhelgi hjónasængurinnar, elur af sér sundurþykki, heift og
friðrof. Svo er að skilja, sem hefndir og gagnhefndir kunni
1
Hvs., 325.