Studia Islandica - 01.06.1993, Page 73
71
sínum í fórum sínum til að minna á hann. Eitthvað varð að
koma í staðinn.
í því skyni tekur hún bóg af nýslátruðum uxa, sem táknar
blóðugar líkamsleifar. Yxinsbógurinn er „brytjaðr í þrennt“,
og Þuríður kemst svo að orði: „stœrra var Hallr, bróðir yðvarr,
brytjaðr“, þ.e. brytjaður ísmærriparta. Sögnin aðbrytja tengir
saman Hall og blóðugt uxakjötið, sem slátrað var til fararinnar
suður um heiði, og Þuríður rifj ar upp um leið, að sonur hennar
hafi verið brytjaður varnarlaus líkt og stórgripur, sem leidd-
ur er til slátrunar. En þessi líkindi duga skammt. Slátrið var af
uxa og hvernig gat það leitt hugann að Halli?
Þuríður „lætr fylgja slátrinu sinn stein fyrir hvern þeira“.
Höfundur Heiðarvígasögu hefur séð í hendi sér, að ef til vill
væri lesendum ekki alls kostar ljóst, hvað hann hefði í hyggju
með þessu málfari, svo að hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig
með því að gefa skýringu á því. Bræðurnir spyrja móður sína,
„hvat þat skyldi merkjau, og hún ansar að bragði: „Melt hafi
þér þat, brœðr, er eigi er vænna til en steina þessa, er þér haf-
ið eigi þorat at hefna Halls, bróður yðvars.“ Merkingin er
þessi: Þið hafið melt það, bræður, sem miklu verra er að melta
en þessa steina, er þið hafið eigi þorað að hefna Halls, bróður
ykkar. Sögnin að melta er höfð hér í yfirfærðri merkingu í sví-
virðingarskyni líkt og sögnin að kyngja: Þola smán án þess að
hafast að. Má hafa til samanburðar „eigi mun ek melta reiði
mína (þ.e. gefa ró reiði minni), hversu lengi sem ek þarf at
bera hana.“'
í Njálu segir Bergþóra við syni sína: „Undarliga er yðr farit:
Þér vegið víg þau, er yðr rekr lítið til, en meltið slíkt ok sjóðið
fyrir yðr, svá at ekki verðr af.“1 2 Sögnin að melta bindur saman
uxann, steinana og þá svívirðu að hafa ekki haft áræði til að
hefna sín. En afdráttarlausasta tenging óskyldra merkingar-
sviða er fólgin í orðaleiknum steinn: Hallur? Ég get ekki stillt
1 Flateyjarbók II, 295.
2 Njála, 252.
Upp í hugann koma myndhvörfin Péturtbjarg í Matteusarguðspjalli
(16:18).