Studia Islandica - 01.06.1993, Page 74
72
mig um að bera saman mismunandi orðfæri í gerðum Gísla
sögu Súrssonar:
Gísli fær sér hall Gísli tekr upp stein
einn ok kastaði út einn ok kastar út í hólm
í skerit, er lá þann, er þar var fyrir landi.
fyrirlandi. (yngri gerð; 20. kap.).
(eldri gerð; 22. kap.).
Með myndmáli Heiðarvígasögu rennur það upp fyrir mönn-
um við dögurðinn í Ásbjarnarnesi, að sá réttur, sem Þuríður
deilir sonum sínum, stykki af yxinsbógi og steinn, tákni blóð-
ugar líkamsleifar Halls Guðmundarsonar, enda kemur fyrir í
Laxdælu, að uxinn Harri er sonur konu, er birtist Ólafi páa í
draumi.1 Get ég þessa atviks síðar í sambandi við aldur Heið-
arvígasögu. Bræðurnir sjá uxann fyrir sér líkt og Flosi Hös-
kuld Hvítanessgoða í Ossabæ og Bollasynir föður sinn í
laukagarðinum að Helgafelli. Áminning Þuríðar er hrotta-
legri en bendingar Hildigunnar og Guðrúnar, þar sem engin
er stígandin. Snilld Heiðarvígasögu er sú, að áminningin lýsir
í fyllsta máta taumleysi Þuríðar. Líkingin Hallur : steinn slær
brú milli yfirborðs og launmáls Heiðarvígasögu og leiðir hug-
ann að myndkerfi hennar. Steinar eru hvergi hafðir að tákn-
máli í öðrum eggjunum, en skyldri hugmynd til ábendingar
bregður fyrir annars staðar, og er ómaksins vert að gaumgæfa
það lítillega.
I Guðmundar sögu dýra er hvöt, sem líkist frýju Þuríðar.
Þorgrímur alikarl bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal og átti
Guðrúnu Önundardóttur, þess er brenndur var í Önundar-
brennu 1197. Tveimur sumrum eftir brennuna bar Guðrún
heimilisfólki sínu og bræðrum sínum mat. Sagan segir svo frá:
En at dagverðarmáli um daginn kómu fram fyrir þá diskar, en
þar var ekki annat á en höfuðsviður ok fætr af fé því, er slátrat
hafði verit um haustit.
Þorgrímr spurði: „Hví sætir harkageta sjá? Þætti mér nú heldr
til annars um vart fyrir manna sakir.“
i
Laxd., 84.