Studia Islandica - 01.06.1993, Side 80
78
Það sem einkennir eggjun Þuríðar umfram allt er ofstopi
hennar og óbilgirni. Ofsi hennar á sér tæpast hliðstæðu í ís-
lenskum bókmenntum og það mun einnig vera einsdæmi, að
synir setji ofan í við móður með þeim hætti, sem þeir gera
bæði í orðum og gerðum. Steingrímur, sonur hennar, veitir
henni þunga ádrepu fyrir „mikit vanstilli“ og fyrir að vera
„nær óvitandi vits“, enda má með sanni segja, að Þuríður
Ólafsdóttir taki öðrum eggjunarkonum fram um óhemju-
skap, hvort sem litið er til Eddukvæða eða íslendinga-
sagna.
Höfundur Heiðarvígasögu talar um vanstilli : stilliog
óvitandi vits : vitog sýnir glögg dæmi um þessar and-
stæður með ofsafenginni breytni söguhetja sinna og þeim af-
leiðingum, sem henni fylgir. Eigi er um að villast, að um er að
ræða megingildi í lífsskoðun hans. Hávamál koma ósjálfrátt
upp í hugann:
Hverju geði
stýrir gumna hverr,
sá er vitandi er vits.1
Ég fjölyrði ekki um þetta frekar, en vil þó vekja athygli á því,
hvernig Heiðarvígasaga flokkar menn eftir þessum eiginleik-
um. Þegar Þórarinn á Lækjamóti skipar mönnum Barða í
þrjár sex manna sveitir í aðförinni að Þorgautssonum á Gull-
teig, þá skulu þeir sem stríðastir eru og torsveigstir bíða á
heiðarbrún uppi, þegar Barði og félagar ríða í héraðið, „en
yðr hœfir eigi svá, at eigi hafi þér stilling við ok vit“, segir Þór-
arinn. Miðleiðis skulu aðrir sex bíða, sem séu Barða „hóti
ráðhollari ok eigi með jafnmiklum geysingi“. Loks getur Þór-
arinn þess, að ofstæki förunauta Barða muni koma í veg fyrir,
að hann komist til hins nyrðra vígis á heiðinni.2
Nú skulu bornar saman eggjanir Þorgerðar Egilsdóttur og
Þuríðar Ólafsdóttur. Með því að þær eru mæðgur, brýna sonu
sína til hefnda með líku orðalagi og báðar krefjast þess af son-
1 Sjá 18. erindi Hávamála. í Konungs Skuggsjá, 125 o.áfr. er langur kafli um
„mannvit“.
2 Hvs., 285-286.