Studia Islandica - 01.06.1993, Side 85
83
B. Ofanför
Ofanför Þuríðar er sérstæð að efni í fornum sögum og rit-
skýrendur hafa átt í vandræðum með að túlka höfundaraf-
stöðuna, sem birtist í frásögninni af hinni kostulegu sneypuför
kvenhetjunnar. Hún er með þeim býsnum, að þegar Þuríður
leggur sig alla fram til að gæta virðingar ættar sinnar og vill
slást í för með sonum sínum til að fylgja eftir hefndum, þá
standa þeir fyrir því að steypa henni ofan í læk af hestbaki,
aldraðri móður sinni. Þar skilja þeir við hana og ríða frá. Fall
Þuríðar og viðskilnaður sona hennar er vissulega mikið undr-
unarefni, og vekur áleitna spurningu um gildi þessarar frá-
sagnar við túlkun á Heiðarvígasögu Varla eru margir lesendur
svo skyni skroppnir að gera ráð fyrir, að hér sé gamalli arfsögn
til að dreifa. Hvað vill höfundur segja? Ég tel mig knúinn til
að taka upp allan kaflann um ofanför Þuríðar, svo veigamikill
sem hann er:
Þat var dróttinsdaginn, er fimm vikur váru til vetrar. Nú stíga
þeir á bak hestum sínum ok ríða á braut ór túni. Nú sjá þeir þat
brœðr til Þuríðar, móður sinnar, at hon var komin á bak hesti
þeim, er þau kglluðu Eykjarð, ok hon hafði heimt húskarl sinn
til fpruneytis við sik; hann er eigi nefndr, en svá er sagt, at hann
mun grunnúðigr vera. Nú mælti Barði: „Þetta horfir til óefnis, er
hon er á ferð komin, ok mætti vér þess vel án vera, ok verðr nú
at leita ráðs ok létta á ofanfpma hennar." Hann heimtir til sín þá
Óláf ok Dag, heimamenn sína. „Nú skulu þit,“ segir Barði,
„ríða á mót henni, ok mælið við hana soemiliga ok fagrt, en
gerið, sem ekbýð; segið, at þat sé vel, er hon er komin í fgr vára.
Biðið hann vel fylgja henni, húskarlinn, ok styðið hana á baki ok
ríðið svá, unz þér komið fram at Faxalœk; hann fellr ór Vestr-
hópsvatni ok ofan í Víðidalsá; skeiðgata liggr at lœknum norð-
an ok svá frá honum. Ok þá skulu þit spretta gjgrðunum hennar;
skal Dagr þat gera ok láta, sem hann gyrði hestinn, er þér komið
at lœknum, ok reiðið hana af baki, svá at hon falli (í) lœkinn
ofan ok svá þau bæði, en hafið með ykkr hestinn." Nú riðu þeir
í móti henni ok kvgddu hana vel, — „ok urðu þit heldr til þess
at ríða í mót mér en synir mínir,“ segir hon, „ok sœma mik.“
„Þeir buðu okkr þetta 0rendi,“ segja þeir. Hon segir: „Því em