Studia Islandica - 01.06.1993, Page 96
94
Ég efa ekki, að í þessu tilviki er sól höfð einungis í bókstaf-
legri merkingu, en í frásögunni af Guðlaugi er sól bæði í eigin-
legri og yfirfærðri merkingu, þ.e. sól og guð, eins og algengt
er í trúarbókmenntum miðalda, svo sem í Sólarljóðum og
Harmsól. í Elucídaríusi, erlendu kristilegu lærdómsriti frá 12.
öld, segir: „Sól merkir Krist,“ og líkt er að orði komist í
Norskri hómilíubók: „Ok sólin sjálf rennr í austri upp ok jar-
teinir hon Krist.141 Samhengi orða og atvika og umhverfis
leyfa fyrrnefnda túlkun á lýsingu Heiðarvígasögu.
Hér sem oftar má benda á hliðstæða frásögn í Ólafs sögu
helga, þegar hún segir frá kristniboði konungs í Dölunum í
Noregi. Dælir leiða fram á þingi skurðgoð sitt, mannlíkan
mikið í mynd Þórs. Dala-Guðbrandur, sem vill ekki trúa á
ósýnilegan guð, spyr: „Hvar er nú guð þinn, konungr?“ Pá
svarar Ólafur helgi:
„Mart hefir þú mælt í morgun til vár. Lætr þú kynlega yfir því,
er þú mátt eigi sjá guð várn, en vér vættum, at hann mun koma
brátt til vár. Þú ógnar oss guði þínu, er blint er ok dauft ok má
hvártki bjarga sér né gðrum ok kpmsk engan veg ór stað, nema
borinn sé, ok vænti ek nú, at honum sé skammt til ills. Ok lítið
þér nú til ok séð í austr, þar ferr nú guð várr með ljósi miklu.“
Þá rann upp sól, ok litu bœndr allir til sólarinnar.1 2
í Helgisögu Ólafs helga er sama frásögnin:
„Ok lítið nú allir í austr ok séð. Þar ferr nú guð várt með miklu
ljósi.“ Ok rann þá sól upp á fjpll.3
í Heiðarvígasögu merkir upprennandi sól við bænahald Guð-
laugs: Himintungl, Krist, hinn nýja sið úr austri, boðorð guðs.
Lýsingin vottar, að hinn andlegi skilningur skiptir máli, ekki
hinn bókstaflegi.
1 Prjárþýðingarlœrðar, 101, sbr. og 115. Gamalnorskhomiliebok, 165;staf-
setning samræmd.
Hkr. II, 189. — Sjá Theodore M. Andersson: „Lore and Literature in a
Scandinavian Conversion Episode", 261 o.áfr.
3 Olafs saga helga, 34.