Studia Islandica - 01.06.1993, Page 97
95
Frekari hugmyndatengsl eru ef til vill við Ólafs sögu helga.
Pegar Guðlaugur hefur að venju sinni verið á bænum um nótt-
ina og Snorri mætir honum í kirkjunni, segir Snorri frá því, að
Guðlaugur hafi verið
rauðr sem blóð at sjá í andliti, ok hafi sér svá sem nykkur ógn af
staðit.
Dala-Guðbrandur safnaði liði til að fara að Ólafi helga og
drepa hann. En ljós maður birtist Guðbrandi í draumi og
„stóð af honum mikil ógn“. Sá spáði Guðbrandi engri sigurför
á móti Ólafi konungi. Ógn eða reiði stafar oft af guðdóminum
og sendiboðum hans.1 Ólafi helga er svo lýst í sögu Snorra, að
„ótti var at sjá í augu honum, ef hann var reiðr,“2 og svipuð
Iýsing er í Helgisögunni: „Ógn er mikil yfir honum ok birting
ok ljós.“3 Sögnin um Guðlaug er af sama bergi brotin. Reiði
guðs skín í augum Guðlaugs vegna meingerða mannanna, og
ásjóna Guðlaugs, „rauð sem blóð“, boðar, að í vændum sé
brot gegn guðs lögum. Ekki er spurt, hvort trúuð sál sé reið,
heldur hvers vegna.4
í fyrrgreindri kristniboðssögu snýr Ólafur helgi sér til guðs,
þegar bændur setja honum tvo kosti, annaðhvort að jarteina
guð sinn með sól eða berjast ella. Síðan segir Snorri:
En konungr var þá nótt alla á bœnum ok bað guð þess, at hann
skyldi leysa þat vendræði með sinni mildi ok miskunn.5
Næturvaka Guðlaugs í kirkjunni6 hefur sennilega verið helg-
uð líku ákalli til guðs, sem bænheyrir hann með myndbirtingu
sinni líkt og Ólaf helga við kristnitökuna í Dölum.
1 Sjá t.d. 2. Mósebók 20:20.
2 Hkr. II, 4.
3 Olafs saga helga, 18.
4 Haft eftir Ágústínusi kirkjuföður: Civ. Dei, IX, 5.
5 Hkr. II, 188.
6 Getið er um kirkjugerð Snorra í Tungu bæði í Eyrb. og Ævi Snorra goða.
í athugagrein í Hvs. (246 nmáls) segir svo: „En af því að þetta var fyrsta
haustið, sem Snorri bjó í Tungu, er efasamt, að kirkjan hafi þá verið til.“