Studia Islandica - 01.06.1993, Page 98
96
Þótt líkindi frásagnanna af Guðlaugi og Ólafi helga séu
ekki mikil í einstökum atriðum, þykist ég vita, að skyldleikinn
sé meiri en augað sér í fljótu bragði. Kristnitakan í Dölunum
var víðfræg siðskiptasaga, því að hún var sett á svið sem hólm-
ganga Ása-Þórs og Krists, sem að sjálfsögðu fór með sigur af
hólmi. í Njálu er átökum siðanna einnig lýst sem hólmgöngu
Þórs og Krists. Steinunn, móðir Skáld-Refs, segir við Þang-
brand:
„Hefir þú heyrt þat,“ sagði hon, „er Þórr bauð Kristi á hólm, ok
treystisk hann eigi at berjask við Þór?“‘
Það var því tilvalið að skírskota til merkisatburðar úr ævi
Ólafs helga við upphaf siðaskipta og því fremur sem hann var
milligöngumaður með guði og mönnum og þar til settur sér-
stakur dómari réttrar breytni í Heiðarvígasögu. Reiði guðs
hvíldi á Barða eftir ummælum Ólafs helga að dæma, en hátt-
erni Guðlaugs var að sama skapi guði þóknanlegt.
Guðlaugur og Þuríður eru auðvitað að sínu leyti fulltrúar
ólíkra siðaskoðana. Á meðan Guðlaugur snýst öndverður
gegn hefnd og tekur upp merki Krists, þá er Þuríður viti sínu
fjær og gengur fram undir merkjum forneskjunnar. Guðlaug-
ur laugar syndir sínar með bænahaldi og hverfur úr sögunni í
munklífi á Englandi, en Þuríði er steypt í Saxalæk og kemur
ekki meira við sögu. Brotthvarf þeirra hvors um sig er eins-
dæmi í fornum sögum og vísar til þess hlutverks, sem þau
gegna. Nafn Guðlaugs hyggég vera táknrænt eins og Þuríðar.
Guðlaugur Snorrason og Ólafur helgi eru, eins og þegar
hefur komið fram, erindrekar hins nýja siðar og þeirra lífs-
gilda, sem honum fylgja:
Sólin, þ.e. Kristur, hinn nýi siður og sú lífsaf-
staða, sem honum fylgir.
Engar mannhefndir, þ.e. eigi skal maður verða
manni að bana.
Njála, 265.
1