Studia Islandica - 01.06.1993, Side 99
97
Kristur, hin rísandi sól, leggur til atlögu við forneskjuna og
bannar manndráp. Guðlaugur er skjaldsveinn Krists. Nýr sið-
ur er að ryðja sér til rúms.
4. Hefnd og fyrirgefning Gests Þórhallasonar
Þegar smásveinninn Gestur Þórhallason hjó heljarmennið
Víga-Styr banahögg og hefndi þar með föður síns, varð Gesti
að orði: „Þar launaða ek þér lambit grá.“' Flestir kannast við
þetta orðtak, en fæstir vita, að það á upptök sín í Heiðarvíga-
sögu og lýtur að réttmætum endalokum Víga-Styrs. Dráp
hans var afrek og hefnd Gests stórtíðindi, sem gáfu þessum
talshætti byr undir báða vængi:
Nú fréttisk víða víg Styrs, ok þykkir myrgum mikils um vert, at
Gestr, svá ungr maðr, er aldri hafði fyrr víg vegit, skyldi hafa
vágat soddan stórræði við slíkan ofsamann, er Styrr var í lífinu,
ok mgrgum stóð ógn af, ok þótti þetta mjgk hafa farit at mála-
vgxtum.1 2
Gestur er hin unga hetja, sem hefur þrek til að leggja til atlögu
við ójafnaðarmanninn, sem hafði hvorttveggja ráðið föður
hans af dögum að ósekju og svívirt Gest og ætt hans með
sneypulegu boði um föðurgjöld. Viðskipti þeirra Víga-Styrs
fóru at málavqxtum. Gestur nýtur fyrir bragðið óblandinnar
samúðar fyrir stórvirki sitt, en nútíma gagnrýnendum hefur
sést yfir, hvað varðar mestu. Gestur hefur alltaf verið metinn
af sjónarhóli hetjuskaparins, en menn hafa hins vegar verið
glámskyggnir á, að hann er erindreki nýrrar siðaskoðunar í
mannlegum samskiptum. Hann er ekki aðeins sá, sem jafnar
sakir við ofureflismann, heldur einnig sá, sem fyrirgefur, og
það er aðalhlutverk hans í sögunni. En var Gesti heimilt sam-
kvæmt kristinni kenningu að ráða niðurlögum Styrs?
Guð bauð ísraelslýð: „Eigi skaltu vega.“3 En þetta boðorð
1 Hvs., 233. — Sjá Halldór Halldórsson: íslenzkt orðtakasafn, 305.
2 Hvs., 235. —JÓ.
3 Stjorn, 301.