Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 100
98
er alls ekki án undantekninga. Það var réttlætanlegt að svipta
mann lífi, ef hann var til skaðræðis fyrir land og lýð. Líkt og
dæmin sanna í sögu Gyðinga, voru víg vegin, sem voru guði
þóknanleg, og er nærtækast að rifja upp dráp Golíats, þegar
Davíð lagði hann að velli réttdræpan í einu víðfrægasta ein-
vígi heimsbókmenntanna. „Manndráp er stundum gott, svo
sem Davíð vó Goliam.al Ég efa ekki, að sú saga ritningarinn-
ar sé hugmyndasögulega skyld norrænum hólmgöngusögum,
þegar Kristur og Ása-Þór reyna með sér sem fulltrúar mót-
stæðra siða til að fá úr því skorið, hvor þeirra væri máttugri til
átrúnaðar og áheita.
Sögur erlendra kirkjurita smeygja sér ósjaldan af lipurð inn
í veraldlegar íslenskar miðaldabókmenntir, svo að þær sýnast
ómengaður hluti af íslenskum veruleika. Draumur Flosa í
Njálu fyrir falli brennumanna er til sannindamerkis um slíkan
sagnablending. Undarlegt væri, ef einvígi Davíðs og Golíats
væri ekki stælt í íslenskum sögum, enda mun sú raunin á vera.
Má vísa til slöngu og steinkasts Búa Andríðssonar í Kjalnes-
ingasögu1 2 og hólmgöngu Kaldimars og Bjarnar Hítdælakappa
í sögu hans (4. kap.).
Ég hef það fyrir satt, að viðureign þeirra Gests og Víga-
Styrs sé afsprengi sögu Davíðs og Golíats. Skyldleikinn er
hvorki fólginn í vopnabúnaði líkt og í Kjalnesingasögu né í at-
vikum og aðstæðum við einvígið eins og í Bjarnarsögu, heldur
í því hlutverki, sem Gestur og Víga-Styrr þjóna til að koma
ákveðnum boðskap til skila. Sama þema er í hvorritveggja
frásögninni: Með fulltingi guðs ber hið smáa, veik-
burða og guðlega sigurorð afhinu stóra, ægilega
og óguðlega. Þetta er í reynd dæmisaga um guðs kraft.
Þessar tilgátur má styrkja með nokkrum samanburði heim-
ilda. Þegar Samúel spámaður kaus Davíð fyrir konung, þá tal-
aði drottinn til spámannsins og mælti:
„Ekki skalt þú líta ásjónu hans eða virða v^xt hans, þó at hann
sé mikill, því at brott kasta ek þessum (þ.e. elsta bróður
1 Prjár þýðingar lœrðar, 84.
2 Sjá Helgi Guðmundsson: Um Kjalnesinga sögu.