Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 102
100
Þessi fyrirburður er guðs tákn og jarteinar, að Gesti muni
auðnast fyrir tilstilli guðlegs máttar að ráða niðurlögum Víga-
Styrs. Án guðlegrar forsjónar hefði Gesti aldrei komið því í
kring að bana Víga-Styr. Dráp hans er undur.
Golíat er sagður „fagnaðarlaus", sem merkir, að hann á sér
enga von um sáluhjálp. Hið sama virðist höfundur Heiðar-
vígasögu hafa í huga, þegar hann segir frá athæfi, dauðdaga
og afturgöngu Víga-Styrs, og vík ég að því síðar. En hér skal
þess getið, þótt lítilræði sé, að bæði Golíat og Víga-Styrr falla
fram við dauða sinn. Golíat „fell áfram við hpggið44 úr slöngu
Davíðs, en Víga-Styrr hneig fram á eldinn við högg Gests.
Þótt ekki sé unnt að vísa til beinna orðalíkinga með textum
Gamla testamentisins í Stjórn og Heiðarvígasögu — enda er
hún á þessum kafla endursögn Jóns Ólafssonar — er ég ekki
í miklum vafa um hin hugmyndasögulegu tengsl yrkisefnisins.
Að sjálfsögðu ber að hafa í huga, að annars konar samfélag og
þjóðfélagshættir voru á Gyðingalandi en í sveitum Vestur-
lands.
Eftir víg Styrs komst Gestur undan og fór utan með hjálp
skyldmenna og venslamanna. Fór Þorsteinn, sonur Víga-
Styrs, síðan á hæla honum til að ná fram hefndum. Með því að
fyrirgefningin er miðlæg í boðskap Heiðarvígasögu og henni
hefur aldrei verið gefinn verðugur gaumur, tel ég brýnt, að
hefndartilraunir Þorsteins og viðbrögð Gests komi í heilu lagi
fyrir sjónir lesenda, svo að þeir geti sjálfir tekið afstöðu til
þeirrar umræðu, sem fylgir:
Um vetrinn kemr þat upp, at Gestr muni af landi farinn; eyksk
sá orðrómr svá mjgk, at menn hafa þat fyrir satt. Þorsteini Styrs-
syni þykkir sér skyldast at gera hefndina; ferr hann um sumarit
til Nóregs ok hefir vel fé með sér ok gerir sér menn vinholla með
því um vetrinn. Fær hann þá upp spurt, at Gestr er með ekkj-
unni. Um várit ferr hann norðr þangat, ok eru þeir saman saut-
ján á skipi. Svá var til farit, at ekkjan bjó at fjarðarbotni. Einn
dag, er Gestr var róinn á sœ at togfiski, koma þeir Þorsteinn seint
um kveld í fjgrð þann, þar eð ekkjan bjó, ok váru alls ókunnir
leiðinni; róa þeir skipinu á sker, svá hválfir undir þeim, en kom-
ask þó allir á kjgl. Gestr var við annan mann á bát ok sér þetta;