Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 106
104
steins til að fyrirkoma Gesti og ótrúlegum viðbrögðum Gests,
ekki síst þar sem fjörráðin fóru öll út um þúfur. Höfundur
víkur með öðrum orðum af alfaraleið sögulegra gagna til að
koma því að, sem honum lá þyngst á hjarta. Tilgangur höf-
undar er sá að sýna fram á, að fyrirgefningin leiði til sátta og
friðar ólíkt hefndinni. Atburðirnir eru í sjálfu sér ekki aðal-
atriðið, heldur hvernig menn bregðast við þeim. Að baki
hinnar epísku frásagnar eru lífsgildi, sem höfundi er í mun að
beina að mönnum. Eftirför Þorsteins er sjálfstæð saga í þeim
skilningi, að hún er dæmisaga, sem felur í sér meginboðskap
sögunnar, og hún er sögð öðrum til þess að draga lærdóma af.
En hvert er þessi ævintýralega fyrirgefningarsaga Gests
sótt? Um það verður ekkert fullyrt, en það væri eftir öðru, að
grunnur hennar væri heimtur til sögu Davíðs, sem fyrirgaf Sál
konungi tilræði við sig og þyrmdi tvisvar lífi hans.1
Fyrirgefningin er grundvallarboð í siðareglum kristinna
manna, og er það svo alkunnugt, að óþarft er að gera því efni
skil. En til áherslu má nefna hin fleygu orð Krists á krossin-
um, sem eru barnalærdómur allra íslendinga: „Faðir, fyrirgef
þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra,“2 og enn fremur
orð frelsarans í fjallræðunni:
„Því að ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun
yðar himneski faðir einnig fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið
ekki mönnunum þeirra misgjörðir, mun faðir yðar ekki heldur
fyrirgefa yðar misgjörðir.“3
Fyrirgefning er jafnan talin glöggt merki um kristin áhrif,
og á það jafnt við Heiðarvígasögu og aðrar sögur. Koma þá
1 Af Davíð segir m.a. svo í Veraldarsögu: „Og hann felldi Golíat risa með
slöngusteini og tók svo af guðsfólkiskemmd ogótta. En þáerSál konungur sá
að Davíð fékk tíðleik og metnuð af verkum sínum þá lagði hann öfund og
fjandskap á hann og leitaði oft við að drepa hann. Og Davíð varð lengi land-
flótti af heiftúð konungsins og bar hann vel og þolinmóðliga og lítillátlega.
Pað var tvisvar að Davíð lét Sál úr færi ganga þá er hann átti kost að drepa
hann.“ Veraldar saga, 28. Sjá og Stjorn, 466 o.áfr. Frásögnin af Davíð og
Sál var einkar vinsæl á miðöldum, sbr. Konungs Skuggsjá, 204 o.áfr.
2 Lúkas 23:34.
3 Matteus 6:14-15.