Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 108
þyrfti að taka til rækilegrar heildarrannsóknar jafnt í íslend-
ingasögum og öðrum fornum sögum. Þykir mér sýnt, að slík
athugun myndi leiða til stóraukins skilnings á vinnubrögðum
höfunda, náttúru sagnanna og markmiði þeirra.
í Ævi Snorra goða, sem talin er frá Ara fróða komin, er
tæpt á Gesti með þessum orðum:
Ok á þeim síðasta vetri (þ.e. þegar Snorri bjó á Helgafelli) drap
Þorgestr Þórhallsson Víga-Styr, mág Snorra, á Jprva í Flisu-
hverfi.1
Það vekur óskipta athygli, að Gestur er í þessari gömlu heim-
ild nefndur />or-gestur, og þannig er hann einnig heitinn í Eyr-
byggju, sem styðst þó kostgæfilega við Heiðarvígasögu, þegar
því er að skipta. Petta eru ekki pennaglöp, heldur vakir
eitthvað fyrir höfundi Heiðarvígasögu. Ég skýri þetta svo, að
hann hafi af ásettu ráði fellt forliðinn Þor- niður, af því að
hann minnti á hið forna goð, Ása-Þór, sem var ímynd forn-
eskjunnar og þeirra siða, sem henni tengdust.
Petta er ekki úr lausu lofti gripið. í Eyrbyggju eru fjarska
fróðlegar skýringar, sem varpa skæru ljósi á merkingargildi og
áhrif mannanafna, einmitt af þeim toga, sem hér um ræðir.
Þar segir m.a., að Hrólfur Mostrarskegg hafi verið mikill vin-
ur Þórs og fyrir því var hann kallaður Pór-ólfur. (3. kap.).
Hann átti son, „er Steinn hét. Þennasvein gaf Þórólfr Þór, vin
sínum, ok kallaði hann Þor-stein“. (7. kap.). Enn fremur seg-
ir Eyrbyggja, að Þorsteinn þorskabítur hafi átt son, er Grímur
var nefndur, og gaf Þorsteinn hann Þór og kallaði Þor-grím.
(11. kap.).2
Alkunna er, að Jón helgi Hólabiskup illu heilli breytti nöfn-
um vikudaga, þeirra sem höfðu forn goðanöfn að forlið. Nefndi
biskup Pórs-dagfimmtudago.s.frv. í eldrigerð Jónssögusegir:
1 Eyrbyggja, 186.
2
Þorsteinn þorskabítur drukknaði í fiskiróðri, og sá sauðamaður Þorstein
ganga í Helgafell. Sauðamaður heyrði þangat „mikinn glaum ok horna-
skvpl". Eyrbyggja, 19. Er sýnt, að Þór fagnar Þorsteini. Þór lifir enn góðu
lífi í vitund 13. aldar manna. Sjá Ólafur Briem: Heiðinn siður á Islandi, 18-
33. Turville-Petre: Myth and Religion of the North, 75-105.