Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 110
108
fellir höfundur niður forliðinn Þór-, svo að Por-gestur verður
Gestur, en Þorsteinn Styrsson heldur hins vegar óskertu nafni
sínu, því að hann var „gefinn“ Þór, og mótstöðumennirnir,
Gestur og Þorsteinn, verða með þessu móti hólmgöngumenn
tveggja siða. Og þessa siðskiptahugmynd notar höfundur
Heiðarvígasögu á meistaralegan hátt. Hugum fyrst að Þor-
steini.
Af Þorsteini er ekkert fært í frásögur fyrir utan það, að hans
er getið í Eyrbyggju og Landnámu sem sonar Styrs. Heiti Þor-
steins verður því kveikjan að hlutverki hans í Heiðarvíga-
sögu. Sökum nafnsins verður hann táknmynd hefndarhug-
sjónarinnar eða forneskjunnar líkt og Þuríður Ólafsdóttir.
Hvöt Þorsteins fyrir gerðum sínum er sæmdarhugsjónin,
sem bægir frá öðrum mannlegum kenndum. Hann er reiðu-
búinn að láta lífið í sölurnar til að koma fram hefndum. Hann
lætur sér ekki segjast, þótt Gestur veiti honum tvívegis fjör-
lausn í Noregi. Þorsteinn fer eftir honum allt til endimarka
kristinnar byggðar eða til Miklagarðs. En allt er, þá er þrennt
er. Sigur fyrirgefningarinnar er þeim mun dásamlegri sem
hefndarhugurinn er óbilgjarnari. Forneskjan fer halloka,
hvort sem í hlut á Þorsteinn eða Þuríður, hinir sýnilegu stað-
genglar Þórs í hugmyndaheimi Heiðarvígasögu.
Hvers vegna varð Gestur ákjósanlegt nafn í dæmisögu
um fyrirgefninguna? Gestur merkir „nýkominn, ókunnur
maður“ og er oft hafður sem dulnefni um þann, sem fer huldu
höfði. Nafnið er auðvitað fornt, sbr. Gestumblinda, sem Óð-
inn nefnist í Hervarar sögu og Heiðreks. Þegar Grettir fór til
Sandhauga í Bárðardal til að koma af reimleikum eða aptur-
göngum, þá duldist hann „ok nefndisk Gestr“.’ Einnig kallast
Grettir Gestur á Hegranessþingi, er hann leyndist fyrir Skag-
firðingum. Hafur Þórarinsson fór þá með griðamál fyrir hér-
aðsmenn, þegar þeir handsala „grið ok fullan frið kvámu-
manni inum ókunna, er Gestr nefnisk“.2 Þess má og geta, að
hér er skyldleikinn við Heiðarvígasögu náinn, fyrir því að hún
er líkleg fyrirmynd að griðamálum Hafurs. Nefna má og, að í
1 Grettiss., 210.
2 Grettiss., 232.