Studia Islandica - 01.06.1993, Page 111
109
Fóstbræðrasögu fer Helgu-Steinar huldu höfði og nefnist
Gestur.1
Á stuttri vegferð sinni á jörðu var Kristur gestur með
mönnum, því að hann bjó á himni með föður sínum og
móður. Guð virti sig hér „svo kominn vera með mönnum sem
gest“.2 3 Því var næsta eðlilegt, að Gestsnafnið drægi dám af
þessari frumskýringu kristilegra fræða, einkum ef nafnberinn
lifði siðaskipti. Gestur er maður nefndur í Bárðar sögu Snæ-
fellsáss og annar í Norna-Gests þætti, og fara þeir ekki var-
hluta af þessari hugmynd, en ég fjölyrði ekki um þá, heldur
minni á kunnasta Gest fornsagnanna, Gest Oddleifsson að
Haga á Barðaströnd.
Hann kemur víða við sögur af kristnitökunni og er alls staðar
liðsmaður hins nýja siðar. Afar athyglisverð er frásögnin af
honum í Laxdælu, þar sem hann er í senn heiðingi og boðberi
nýrrar heimsmyndar og ferskra lífssanninda. Hann er speking-
ur með framtíðarsýn. Hann er í nánd guðs, sem birtir honum
sannleikann. Gestur sér frá bæ sínum að Haga ljós yfir Helga-
felli, sem boðar ekki aðeins stofnun Helgafellsklausturs heldur
líka dýrð og mátt hins nýj a siðar og endalok forneskjunnar. Það
leynir sér ekki í frásögn Laxdælu, að Gestur var jarðsettur að
vetrarlagi að Helgafelli fyrir guðlegan tilverknað.1 Þar sem
Heiðarvígasaga er undir miklum áhrifum frá Laxdælu, þykir
mér ekki loku fyrir það skotið, að Gestur Oddleifsson sé bein-
línis fyrirmyndin að nafnbreytingunni Þorgestur > Gestur og
ræturnar liggi í samlíkingunni við skamma jarðarvist Krists.
BrottfallÞórsímannsnafninuÞorgestierfriðar-
sýn Heiðarvígasögu í hnotskurn.
Háleit hugsjón hefur fundið sér samastað í Gesti Þórhalla-
syni. Þorsteinn Víga-Styrsson hleypur þrjú frumhlaup að
Gesti, sem fyrirgefur honum jafnharðan, enda þótt Þorsteinn
sé lögum samkvæmt réttdræpur. Kærleikur Gests virðist ekki
1 Fóstbr.s., 221 o.áfr.
2
Konungs Skuggsjá, 144. — Sjá einnig Reallexikon fúr Antike und Christen-
tum. Bd VIII (Gastfreundschaft).
3 Laxd., 196-197.