Studia Islandica - 01.06.1993, Page 112
110
eiga sér nein takmörk, því að hann fyrirgefur þrisvar líkt og
Brjánn konungur. Hann tekur ekki líf, heldur gefur líf, og í
því er sigur hans fólginn. Og Gestur gerir það ekki enda-
sleppt, því að hann gefur Þorsteini þar að auki mestallar eigur
sínar til að leysa líf hans og koma honum heilu og höldnu út
til íslands. Hegðun Gests er með þeim hætti, að hún er naum-
ast ætlandi öðrum en ástvinum guðs, sem sýna miskunn hans
í verki öðrum til eftirbreytni.
Gesti tekst að vinna bug á hefndarskyldu Þorsteins og koma
því á eftirminnilegan hátt til skila, að orðið er máttugra sverð-
inu. Með kristni voru „réttir siðir upp teknir“.' Ævintýrið um
Gest og Þorstein birtir fagran siðaboðskap, sem í raun réttri
dylur ekki þau beisku sannindi, að háleitar hugsjónir eru jafn-
aðarlega í lítilli snertingu við veruleikann.
Að baki dæmisögunnar af Gesti og Þorsteini liggur sú
hugmynd, að ófriður og friður í samfélaginu sé e i n v í g i tveggj a
siða, forneskj u og kristindóms, sem enn takast á um hugi manna,
jafnvel þótt kristnin hafi fyrir löngu orðið ofan á og verið í lög
tekin. Greina má tvö hliðstæð og gagnstæð hugmyndakerfi:
Davíð, smásveinn sem
frelsarlýðguðsmeðþví
að vega Golíat.
Fyrirmynd Gests.
Gestur, smásveinn sem
rekurerindiguðs.
Vegur Víga-Styr.
Golíat, óguðlegur
styrjaldarmaður.
Fyrirmynd Víga-Styrs.
Sál, brýtur boð drottins
Situr um líf Davíðs líkt
og Þorsteinn um líf
Gests.
Víga-Styrr, óguðlegur
styrjaldarmaður.
1
Hvs., 230.
Þorsteinn, gengur
erinda forneskju. Situr
um líf Gests.