Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 115
113
vísu, sem hann orti, að hann hafi vegið þrjátíu og þrjá menn
(fremur en þrjátíu og sex) og engan bætt fébótum.1 í samtín-
ingi Jóns Halldórssonar er Styrr borinn fyrir því, að hann hafi
unnið nítján víg og ekkert bætt.2 Saga Styrs er óslitin röð
manndrápa, svo að jafningi hans verður trauðla fundinn í ís-
lendingasögum. Jafnvel Þorgeir Hávarsson, sem er vígamað-
ur líkrar náttúru og Styrr, er ekki hálfdrættingur á við hann.
Það liggur í augum uppi, að mannvíg verða uppistaðan í lýs-
ingu hans. Hvers konar menn vegur hann? Hvers vegna? Við
hvaða aðstæður? Hvernig? Fremur hann hetjudáðir eða níð-
ingsverk?
í raun og veru svarar Snorri goði öllum þessum spurningum
með hörðum dómi, þótt hann sé að sönnu felldur af ólítilli
bræði í orrustunni í Álftafirði:
Styrr Þorgrímsson sótti hart fram með Steinþóri, frænda sínum;
varð þat fyrst, at hann drap mann ór flokki Snorra, mágs síns.
Ok er Snorri goði sá þat, mælti hann til Styrs: „Svá hefnir þú
Þórodds, dóttursonar þíns, er Steinþórr hefir særðan til ólífis,
ok ertu eigi meðalníðingr.“ Styrr svarar: „Þetta fæ ek skjótt
bœtt þér.“ Skipti hann þá um sínum skildi ok gekk í lið með
Snorra goða ok drap annan mann ór liði Steinþórs.3
Þessarar lýsingar verður naumast til annarrar jafnað í fornum
sögum, svo einstæð er hún, enda ber hún greinilega með sér,
að Víga-Styrr er samviskulaus vígamaður, sem virðir manns-
líf að vettugi. Atferli hans leiðir hugann að ótíndum stiga-
mönnum.4 Umsögn Snorra um Styr mág sinn kemur heim við
1 Hvs., 225.
2
Sveinbjörn Rafnsson: „Heimild um Heiðarvíga sögu“, 92.
I Eyrbyggja, 122-123.
Athyglisverð frásögn er í Hkr. II, 353, sem minnir á siðleysi Víga-Styrs.
Bræður tveir, Gauka-Þórir og Afra-Fasti, voru stigamenn og ránsmenn,
hvorki heiðnir né kristnir, og buðu þeir Ólafi helga að fara til bardaga með
honum að Stiklarstöðum, en hann vildi eigi þiggja fylgd þeirra nema þeir
tækju kristni. Þeir vildu það eigi og hurfu á brott. Síðan fara þeir aftur á fund
konungs og bjóða liðsinni sitt, en hann ítrekar, að þeir verði að taka trú rétta.
Þeir snúa enn frá, og verður þá Afra-Fasta að orði: „Svá er at segja frá mínu
skapi, at ek vil ekki aptr hverfa. Mun ek fara til orrostu ok veita lið gðrum
hvárum, en eigi þykki mér skipta, í hvárum flokki ek em.“