Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 116
114
Heiðarvígasögu. Þar er lýsingin sannreynd í mörgum dæm-
um: Styrr er eigi meðalníðingur.
Berserkjaþátturinn er sérstakur kafli í Heiðarvígasögu (3.-
4. kap.), og finnst hann einnig í Eyrbyggju. Með lítils háttar
undantekningum eru sögurnar samhljóða. Óskipta athygli
vekja kynleg viðskipti bræðranna, Vermundar og Styrs, sem
bregða upp skýrri mynd af þeim. Þeir reynast svara fyrir tvær
gagnstæðlegar lífsskoðanir, sem varða friðarhugsjón sögunn-
ar.
Að sögn Heiðarvígasögu fer Vermundur utan til Noregs að
sækja sér húsavið og dvelst um hríð með Hákoni Hlaðajarli.
Við brottför út til íslands býður jarl Vermundi að kjósa úr
sinni eigu það, sem honum leiki helst hugur á. Vermundur
mælist þá til þess, að jarlinn gefi sér tvo öfluga berserki (bræð-
ur sænskrar ættar, segir Eyrbyggja), sem séu við hirð hans,
því að sér væri mikið traust að þeim, þar eð hann „eigi sgkótt
víða".1 Það kemur glögglega fram bæði í Heiðarvígasögu og
Eyrbyggju við hvern Vermundur á í útistöðum. Þar er til
nefndur Styrr, bróðir hans. Eyrbyggja segir svo frá:
En þat bar til, er hann (þ.e. Vermundur) beiddisk þessa (þ.e. að
fá berserkina að gjöf), at honum þótti Styrr bróðir sinn mjgk
sitja yfir sínum hlut ok hafa ójafnað við sik, sem flesta aðra, þá
er hann fekk því við komit; hugði hann, at Styr myndi þykkja
ódælla við sik at eiga, ef hann hefði slíka fylgðarmenn sem þeir
brœðr váru.2
En Hákon jarl færist undan að gefa Vermundi berserkina og
hefur á orði, að skaplyndi þeirra sé með því móti, að bóndum
sé eigi hent að halda þá, en svo fer að lyktum fyrir þrábeiðni
Vermundar, að berserkirnir fara með honum út til íslands.
Hákon jarl reyndist sannspár. Vermundur heldur ber-
serkjum að húsabótum og heimilisstörfum, en við þá sýslu
gerðust berserkir skapstirðir, kváðust eigi felldir til vinnu, en
fúsir til manndrápa og stórvirkja. Þegar við þetta bætist, að
1 Hvs., 217.
2 Eyrbyggja, 61-62.