Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 117
115
Halli berserkur leggur hug á dóttur Vermundar, tekur hann
það til bragðs að koma berserkjunum af sér á hendur Styr og
býður honum í því skyni til sín að heimboði. Viðbrögð Styrs
voru þessi að sögn Heiðarvígasögu:
Styrr tekr því fáliga í fyrstu, en segir þó, hann muni koma; kveðr
þat eigi hafa verit vanða bróður síns fyrri ok heldr, hér muni
npkkut undir búa, því fátt hafði þeira milli farit þangat til.1
Samt fór svo að lokum, að Styrr tók við berserkjunum, og
hættu þeir á þetta, þar eð Styrr lofaði að brúka þá „til mann-
hefnda meir en búsýslu“.
Greinilegt er, að Vermundur er ekki maður til að halda
berserkina, því að hann hefur allt annað lunderni en þeir og er
að upplagi friðsamur bóndi og búsýslumaður. Aftur á móti er
Styr „bezt fallit at hafa slíka menn fyrir sakar ofsa og ójafnað-
ar“.2 Peir eiga augljóslega skap saman til mannvíga, enda er
fyrsta verk Styrs, eftir að hann hafði tekið við berserkjunum,
að leggja leið sína til Þorbjarnar kjálka í Kjálkafirði til að
jafna sakir við hann, gamlan mann í lokrekkju. Eftir þá för
kveðast berserkir fúsir að „fylgja svá djprfum hQfðingja“.
Það er umhugsunarefni, að jafnfriðsamur bóndi og Ver-
mundur skuli sækja það fast að flytja landa á milli erlenda
óspektarmenn í líkingu við berserkina til þess eins að reyna að
halda hlut sínum fyrir bróður sínum. Frændaerjur þessu líkar
eru tæpast að finna í öðrum íslendingasögum, en ég get mér
þess til, að slíkt frásagnarefni kunni að vera sprottið af al-
þekktum viðsjám með Sturlungum á 13. öld.
Þessi viðskipti bræðranna tala sínu máli. Þau sýna í raun
ekki nýjar hliðar á Styr, en skerpa útlínur ofstopamanns í fé-
lagslegri umgengni. Svo virðist sem jafnvel bróðir Styrs telji
sig eigi vera óhultan um líf sitt fyrir honum.
Eftirtektarvert er, að Vermundur stuðlar að friði með því
að losa sig við berserkina og það til þess manns, sem honum
stafaði mestur háski af. Vermundur friðmælist við bróður sinn
með því að kasta vopnum og verður að ósk sinni. Vermundur
1 Hvs., 218.
2 Orð Arnkels goða í Eyrbyggju, 63.