Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 124
122
hræddr, at hann renni undan mpnnum, þó fleiri sé, ok bindi
svá með hræzlu sakar at sjálfum sér;“ Pórhalla fer líkt og öðr-
um hetjum, að hann rennur ekki af hólmi, þó að hann eigi við
ofurefli að glíma.
Húskarlinn ríður frá bórhalla til að leita liðsinnis, en Þór-
halli mætir örlögum sínum, eins og sannri hetju sæmir. Einn
og æðrulaus verst hann vasklega þrátt fyrir liðsmuninn og sær-
ir fjandmenn sína mörgum sárum, áður en yfir lýkur. Hátta-
lag Styrs er hins vegar á allan hátt ódrengilegt og staðfestir orð
Eyrbyggju, að hann sé eigi meðalníðingur. Hann stofnar sér
ekki í neina hættu og gefur sig eigi að vígi, fyrr en Þórhalli er
orðinn ákaflega móður — enda var hann „við aldr“ — og fé-
lögum Styrs þykir sýnt, að þeir fái ekki einir unnið Þórhalla.
Styrr ber sig ekki að sem hetja heldur sem ódrengur. Þórhalli
reynist vera jafnoki fjögurra að vígfimi. Þessum ójafna leik
lýkur með því, að Víga-Styrr „höggr með 0xi aptan í hpfuð
Þórhalla", sem telja verður klækishögg. Síðan kórónar Styrr
níðingsverkið með því að reka alla klyfjahesta hins vegna
bónda að Hrauni og kasta þar með eign sinni á þá ásamt bús-
gögnum. Það er ekki alveg út í hött að geta orða Fóstbræðra-
sögu:
Nú þó at kristni væri ung í þenna tíma hér á landi, þá var þar þó
eigi siðr til þess at taka fé veginna manna.1
Frásagnarháttur íslendingasagna heimilar hvorki harmtölur
um örlög Þórhalla né áfellisdóm í beinum orðum yfir Styr.
Með því að nota hið rótfasta dauðamynstur hetjusagna, þar
sem hver sviðsetning, hvert atvik og hver persóna hafa sín
merkingargildi, þá ganga áheyrendur þess ekki duldir, að
Þórhalli er hetjan og dráp hans viðurstyggð, en Styrr níðing-
urinn, sem brýtur grundvallarlögmál siðaðra manna. Hið
ósagða, sem höfundur vill fyrir alla muni koma til skila, birtist
nakið í formgerðinni sjálfri. Ásetningur höfundar leynir sér
ekki, þegar hann hefur endaskipti á hlutverkaskipuninni í
dauðamynstrinu og grípur til búnings hetjusagna til að
1 Fóstbr.s., 212-213. (Möðruvallabókartexti).