Studia Islandica - 01.06.1993, Side 127
125
heldur beinir hún athyglinni að því óbótaverki, sem framið er.
Sviðsetningin sjálf vísar sem fyrr á hina raunverulegu hetju.
Enn segir sagan, að Styrr hafi ráðið af dögum Einar
nokkurn, sem Styrr taldi sig reka nauður til að beina hefndum
að. Fyrst lét Styrr dæma sér miklar fébætur af hendi Einars og
sló síðan eign sinni á Akureyjar á Breiðafirði, sem Einar átti,
og mælti enginn gegn því. Flýði Einar af búi sínu og fór huldu
höfði í Breiðafjarðareyjum. Um skeið skaut Fórhalli á Jörva
skjóli yfir hann, og var það upphaf saka Styrs á hendur Þór-
halla. Að vorlagi hugðist Einar flytjast til Borgarfjarðar og
hafði með sér einn eða tvo húskarla og fáeina klyfjahesta.
Styrr fékk hugboð um þetta og reið Einar uppi við nokkra
menn. Fundi þeirra bar saman, þar sem mýrlent var. Spyr
Styrr, hvað valdi því tiltæki að flytjast brott úr byggðum og
fara huldu höfði fyrir honum. Einar svarar, að flestum sé
kunnugt um ofríki hans og yfirgang og hafi hann skilið margan
við lífið, sem hann hafi lagt minni þykkju á. Styrr kveðst hafa
ærnar sakir til að drepa hann, og hann sé kominn þess erindis.
Síðan segir sagan:
Maðrinn hleypr af hestinum ok vill taka til fóta ok renna undan;
en þat varð torsótt, því mýrin var blaut, ok fell hann í henni,
enda váru hinir fleiri, er eptir sóttu; verðr þat skilnaðr þeira, at
Styrr vegr hann þar, dysjar ok lýsir víginu síðan.1
Tildrögin að vígum Þórhalla og Einars eru áþekk, báðir eru á
flótta suður til Borgarfjarðar með klyfjahesta sína og eigur.
En lýsingarnar greinir á um, að Þórhalli snýst vasklega gegn
Styr eins og hetju býður, en Einar tekur til fótanna. Á hinn
bóginn verður ekki talinn mikill frami í því að vinna bjargar-
lausan mann afvelta í votamýri. Manndráp Víga-Styrs sýna
ákveðið ferli:
1. Styrr vegur menn fyrir litlar eða engar sakir. Hann leitar
uppi ófriðarefni og fyrir barðinu á honum verða friðsamir
bændur.
t
Hvs., 225.