Studia Islandica - 01.06.1993, Page 128
126
2. Hann drepur menn, sem leita undankomu til annarra hér-
aða eða landshluta. Hann telur það vígsök, ef menn leita á
brott. Petta rekst á frásagnir annarra fornsagna, þar sem
sveitarhöfðingjar gera menn yfirleitt héraðsræka, ef þeir
telja þá hafa gert á hlut sinn eða sér standi ógn af þeim,
eins og ótal dæmi í Sturlungu sanna.1
3. Víga-Styrr neytir jafnan liðsmunar og vegur varnarlausa
menn. Þeir eru aldurhnignir (Þórhalli, Þorbjörn kjálki),
þeim verður fótaskortur í mýri (Einar) eða á blautri húð
(Halli berserkur) ellegar hann fer að sofandi manni í
rekkju (Þorbjörn).
4. Styrr hefur aðra fyrir sér og tekur ekki þátt í vopnavið-
skiptum, fyrr en mótstöðumaðurinn er ýmist orðinn
ákaflega móður eða getur alls ekki borið hönd fyrir höfuð
sér.
5. Hann vegur með klækishöggi, þ.e. með níðingshöggi. Að
því loknu tekur hann ekki hinum fallna gröf, heldur dysjar
hann við alfaraveg líkt og tíðkast um óbótamenn og ill-
þýði. Hann hirðir eigur þeirra, þær sem hann kemur hönd-
um yfir, og rekur klyfjahesta þeirra, þegar þeim er til að
dreifa, í garð sinn.
6. Engin eftirmál.
Þetta er ekki fögur lýsing á Víga-Styr. Hann hefur ekki vit-
undarögn af drengskap hetjunnar. Andstæðingar hans standa
ævinlega verr að vígi, svo að hann berst aldrei við þá líkt og
maður við mann, heldur tekur þá bjargþrota af lífi á hinn au-
virðilegasta hátt. Svo virðist sem manndráp séu Styr leikur
einn eða jafnvel dægradvöl, og mannslíf séu honum harla lít-
ils virði. Hann er sjálfsagt gæddur mikilli líkamlegri atgervi,
en hún stækkar hann ekki líkt og Gunnar Hámundarson
eða Kjartan Ólafsson. Þvert á móti er vígamennska Styrs til
1 Ég nefni aðeins eitt dæmi úr Laxdælu, sem sýnir almenna afstöðu manna
til slíkra mála: „Eigi vildi Óláfr láta sœkja Bolla ok bað hann koma fé fyrir
sik. Þetta líkaði þeim Halldóri ok Steinþóri stórilla, ok svá ^llum sonum
Óláfs, ok kváðu þungt mundu veita, ef Bolli skyldi sitja samheraðs við
þá.“ Laxd., 158.