Studia Islandica - 01.06.1993, Page 129
127
þess fallin að vekja megna andúð. Hann er ódrengur og and-
hetja. Þar að auki er hann félagsleg meinvættur og siðlaus
böðull.
Það er einkennilegt, að Víga-Styrr er aldrei sóttur til saka
fyrir manndráp sín, þótt ástæður gefi vissulega tilefni til. Eng-
in eftirmál verða til að mynda um víg Þórhalla, sem var að öll-
um líkindum skyldur eða venslaður ríkismönnum í Borgar-
firði.1 Eigi túlka ég þetta sem söguleg sannindi, heldur þjónar
frásögnin að venju þeim listræna tilgangi að lýsa Víga-Styr
sem tákngervingi meingerða, sem hvorki lög né réttarfar ná
til. Lýsing skáldsins dregur tvennt fram í dagsljósið. Hann vít-
ir lögleysur samtíðar sinnar og réttlætir víg Gests. Illgresið
varð að uppræta úr akrinum.
En hvað um mælikvarða hins kristna manns, sem fyrr var
nefndur? Hvernig kemur hegðun Styrs heim við setningar
kristinnar trúar? Hann tekur kristni, en fer hann að guðs
lögum? Hin kunnu orð: „Þar launaða ek þér lambit grá,“ fela
í sér, að Styrr hafi hlotið verðskuldaða refsingu. í fornum sög-
um er almennt ríkjandi sú Iífsskoðun, að menn fái goldið að
maklegleikum. Guð gaf mönnum sjálfræði til góðs og ills, „en
þat mun hann hverjum gjalda, sem til vinnr“.2 Heiðarvíga-
saga er altekin af þessu viðhorfi, enda er sagt um víg Styrs, að
það þótti „mjpk hafa farit at málavpxtum".3 Það er dómsorð
höfundar.
Það er einsýnt, að Styrr brýtur lögmál guðs með mis-
gerðum sínum og honum er refsað samkvæmt reglunni m a k -
leg málagjöld. Athæfi Styrs bera honum ótvírætt vitni.
Hann er ójafnaðarmaður, eins og fyrr segir, en ég hygg,
að sjálf höfuðsyndin ofmetnaður (superbia) eigi drjúg-
an hlut í ójöfnuði hans. í víðfrægu riti er hún skilgreind
svo:
þar er og Superbia, það er drambsemi. Hennar athöfn er sú, að
1 Hvs., cxvi-cxxi.
2
Fóstbr.s., 133; sbr. Elucidarius (Prjár þýðingar lœrðar, 85) sem segir um
sjálfræði: „í veldi manns að vera eða vilja eða gera gott eða illt.“
3 Hvs., 235.
L