Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 130
128
skelkja jafnan að öðrum, þykjast yfir öllum, vilja eigi vita sinn
jafningja.1
En Víga-Styrr er haldinn fleiri syndum, og þær eru: ofsi
(intemperentia), manndráp (homicidium) eða úthelling
blóðs, ranglæti (injustia), reiði(fra), ági r ni (avaritia) og
þjófnaður (furtum).
Ekki verður annað sagt en Styrr sé fráhverfur guði. Flestum
þessara meingerða Styrs hafa þegar verið gerð nokkur skil, en
bætt skal við fáeinum athugasemdum til áréttingar.
Tveir bændur, Halldór á Ferjubakka og Höskuldur (á Öl-
valdsstöðum?), urðu ósáttir út af bithögum. Pað dró til, að
hestar Halldórs gengu oft í högum Höskulds og gerðu þar
usla. F»ar kom, að Höskuldur vildi eigi una við svo búið og
hljóp æfur heim að Ferjubakka og illyrtist við Halldór. Lá við
sjálft, að þeir berðust og Höskuldur dræpi hrossin, því að þau
höfðu unnið sér til óhelgi. Víga-Styrr var mikill vinur
Halldórs, og skaut Halldór málinu undir gerð hans og lét Hös-
kuldur sér það lynda. Ekki löngu síðar kom Styrr á Ferju-
bakka til Halldórs, vinar síns. Síðan segir sagan:
ok semr (þ.e. Styrr) með þeim Hgskuldi hestadeiluna bótalaust;
lætr Hgskuldr svá standa, en Halldórr gefr Styr at skilnaði góðan
hest gráan, er þeir Hgskuldr hgfðu mest um deilt, ok skiljask
þeir með vináttu; ferr Styrr leið sína vestr.2
Við þessa sáttargerð er merkjandi, að sá sem órétti er beittur,
fær enga rétting mála sinna, en „málamiðlarinn“ ríður feitum
hesti frá dómi. f riti Alkvíns, Um kostu og löstu, er sérstök
grein um dæmendur, og þar segir m.a., að ranglátir dæmend-
ur líti eigi á sökina, heldur á gjafirnar og þeir verði „maklegir
eilífs dauða“.3
1 Alexandreis, 141. — Sbr. 15.-18. erindi Sólarljóða, 17-18, 54-56, sbr. og
105-106.
2 Hvs., 231-232.
3 Þrjárþýðingar lœrðar, 145. — Um rangláta dómara sjá m.a. orð Jóns helga
í yngri gerð sögu hans. Biskupa sögur 1,223; ennfremur Konungs Skuggsjá,
198 o.áfr.