Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 133
131
^llu afli í hpfuð honum bak við eyrat hœgra megin, svá í heila
stóð.“' Guð tekur í taumana. Hönd guðs var á skaftinu líkt og
guð var í slöngunni, þegar Davíð banaði Golíat forðum.
Fyllsta ástæða er til að hugleiða, við hvaða aðstæður dauða
Styrs ber að höndum. Þegar hann og fylgdarmenn hans koma
á Jörva, var frost um daginn, og höfðu allir nema Styrr vökn-
að í Hítará. Var þeim greiði veittur, dregnar af þeim brækur
og skóklæði, kyntur eldur upp, og sat Styrr við logann. Gest-
ur ber inn eldiviðarsorp og kastar á eldinn, og lýstur þá upp
miklum reyk og svælu í húsin. Gestur fer að baki Styrs,
heggur hann, svo sem áður er lýst, og hnígur Styrr fram á
logann.
Sögur miðaldamanna af helvíti geyma ótrúlega fjölskrúð-
ugt safn af hvers kyns píslum, sem tapaðar sálir máttu þola.
Hugarflugið kunni sér engin læti í uppfinningu vítiskvala. Ein
hugdettan var sú, að meingerðamenn hvörfluðu í helvíti milli
frosts og funa, og var sú skoðun afar útbreidd í miðaldakirkj-
unni. Elucídaríus talar til að mynda um tvenn helvíti. Hið efra
sé „hinn neðsti hlutur þessa heims“ og sé sá staður „fullur
myrkra og meina, elds og frost (svo!), hungurs og þorsta og
annarra líkamskvala, bardaga, ekka og hræðslu“. í helvíti
hinu neðra eru níu höfuðpíslir, og eru þar tvær fyrstar taldar
annars vegar óslökkvilegur eldur og hins vegar frost svo
mikið, „að eldlegt fjall mundi verða að svelli ef þangað félli“.1 2
Af þessari klausu sjást, eins og vita mátti, hin greinilegu hug-
myndatengsl með jarðarvist og helvíti. Píslir frosts og funa
hafa verið svo samgrónar vitund manna, að þær eru sjálfsögð
refsing í fegurstu helgikvæðum íslendinga.
í Sólarljóðum er dæmisaga um, að ofmetnaður leiði til ei-
lífrar glötunar. Þau Ráðný og Véboði gera sig seka um þessa
dauðasynd og refsing þeirra er að maklegleikum:
1 Hvs., 232-233. 1 vísu (2. erindi) er öðru vísi sagt frá því höggi, sem varð
Styr að bana. Þar virðist Gestur hafa höggið Styr í ennið og blóðið runnið
niður báðar kinnarnar. Ekki er vitað, hvernig á þessari missögn stendur, en
vert er að benda á, að Davíð laust steini í enni Golíats. Hvs., 237.
2
I'rjár þýðingar lœrðar, 102-103.