Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 134
132
Nú þau sitja
og sárum snúa
ýmsum elda til. (15. erindi)
Nú er þeim goldið
er þau ganga skulu
milli frosts og funa. (18. erindi)1
Sakir þess hve miðaldamönnum hefur almennt verið hugstætt
„frost og funi“ sem táknmynd helvítis, gildir einu í þessu
dæmi um tengsl Heiðarvígasögu og Sólarljóða. Aftur á móti
er ástæða til að ætla, að sviðsetningin við dráp Styrs mótist af
þessari hugmynd og Víga-Styrr hafi fyrir hugskotssjónum les-
enda eða áheyrenda hnigið fram á sjálfan vítiseldinn. Víga-
Styrr skilur við jarðlífið með því að ganga í bókstaflegri merk-
ingu milli frosts og funa, og sú ganga vísar til þeirrar vistar,
sem bíður hans í hinu neðra.2
Þessi getgáta fær byr undir báða vængi við afturgöngu og
líkflutning Styrs. Eins og flestir vita, er draugagangur í íslend-
ingasögum að öllum jafnaði vitnisburður um illsku manna og
að þeir hafi ekki sagt skilið við jarðlífið á kristilegan máta. Af
1 Sólarljóð, 54-56, 125-126. Par eru talin fleiri bókmenntadæmi um þá písl
að ganga á milli frosts og funa.
2 í kristniboðsþáttum er greint frá því með ýmsum tilbrigðum, að heiðinn
berserkur vaði eld (Þorvalds þáttur víðförla, Vatnsdæla o.fl.). Frásögn
Njálu þykir mér einna merkilegust. Á bæ Gests Oddleifssonar í Haga lætur
Þangbrandur gera þrjá elda, heiðnir menn vígja einn, annar er óvígður og
þann þriðja vígir Þangbrandur. Ljóst er, að eldarnir tákna þetta þrennt:
Heiðni, að trúa á mátt sinn og megin og kristna trú, og átök siðanna spegl-
ast í þeim. Er hér sams konar þrískipting og um er að ræða m.a. í ummæl-
um Ólafs helga við Barða: Forneskju og átrúnað (þ.e. að trúa á mátt sinn
og megin) sem tvær andstæður kristninnar. í Njálu veður berserkurinn
þann eld, sem hinir heiðnu menn vígðu („ok svá inn óvígða“, bætt við í
Gráskinnu), en þorði ekki að vaða eldinn Þangbrands. (Njála, 267-268).
Berserkurinn getur auðsæilega vaðið þá elda eina, sem fjandinn sjálfur
kyndir. Enginn þarf að vaða í villu um gististað berserksins í öðru lífi.
Fjandinn gerir sínu fólki elda bæði efra og neðra til vitnis um ægivald sitt,
sem reynist þó ævinlega hjóm eitt fyrir guði. í kristniboðssögum skipta
táknin og gildi þeirra mestu máli.