Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 140
138
landsins, þar sem hann mun lifa í samkvæmi rétttrúaðra án
enda.1
í þessu ljósi er forvitnilegt að virða fyrir sér Víga-Styr og
hlutskipti hans. Á honum hvílir þung reiði drottins. Gagn-
stætt för Gests er ferðasaga Styrs í senn staðfesting á óhæfu-
verkum hans í lifanda lífi og opinber tilkynning um þau reikn-
ingsskil, sem standa fyrir dyrum. Helgafell og Ósvífur fögn-
uðu Gesti og veðurblíða og logn léku við honum, en snjó-
drífa, frost og vist í melholti tóku Styr opnum örmum. Við-
tökurnar voru eins og efni stóðu til.
Áheyrendum hefur verið það fullljóst, hvert för Styrs var
heitið, því að engin vöntun er á vísbendingum um sálartöpun
Styrs. Lík hans snýst öfugt og gerist svo þungt, að líkmenn
komast ekki lengra en að eyðihúsum. Petta leiðir hugann að
Pórólfi bægifót og Glámi, sem voru svo þungir, að þeir urðu
ekki bornir til byggða.2 Til hliðsjónar má aftur hafa áþekka
lýsingu í Jóns sögu helga. Pegar menn höfðu búið vel og ræki-
lega um lík Jóns biskups og skyldu bera það úr kirkju til
grafar, þá gerðist það, sem öllum þótti mikils um vert:
Líkit varð svá þúngt, at þeir máttu engan veg hræra, er til voru
settir út at bera.
Við eftirgrennslan kom á daginn, að mönnum hafði láðst að
draga á hönd heilögum Jóni fingurgull hans. Var þá undinn
bráður bugur að því:
ok eptir þat gengu til hinir sömu menn, sem fyrr, ok tóku þá upp
líkit léttliga ok báru til graptar.3
Þegar líkmenn geta ekki fært Jón biskup úr stað, fyrr en hann
hafði fengið gullið, þá er það merki um, að hann sé ástvinur
guðs. Frásagnir um þyngd helgra dóma eru annars kunn helgi-
sagnaminni.4
1 Um líkflutninga sjá m.a. Kjartan G. Ottósson: Fróðárundur í Eyrbyggju,
65-72.
" Eyrbyggja, 169-170. Grettiss., 112.
2 Biskupa sögur 1,176-177.
4 Sjá t.d. Haraldssona saga. Hkr. III, 307 (um skrín Hallvarðs helga).