Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 144
142
Annað atriði í tiltektum Víga-Styrs vekur ekki síður til um-
hugsunar. Hann undirokar bóndann Þórhalla. Styrr étur krás-
ir af borðum hans, og
Þórhalli skal standa honum kost, þá hann vill hjá honum gista,
hvárt sem hann ferr frá eða til eða hvat marga menn, sem hann
með sér hefir.1
Styrr heldur háttum sínum um komur á Jörva, eins og ekkert
hafi í skorist, þó að hann hafi svipt Þórhalla lífi og börn hans séu
fóstruð á Jörva en leiti ekki athvarfs hjá frændum sínum í Borg-
arfirði. Ánauð Styrs líður ekki undir lok með þeim einstaklingi,
sem Styrr vó, því að hún heldur áfram óbreytt þrátt fyrir kyn-
slóðaskiptin. Kúgunin fær þannig almenna merkingu og beinist
að samfélagi réttlausra smábænda. Með guðs vilj a er Styrr af lífi
tekinn, og þar með eru vígmynstrið og þrælkunin úr
sögunni, því að þau koma ekki fyrir í síðara hluta hennar.
Þessi einkenni Víga-Styrs sögu gætu auðvitað átt sér fyrir-
myndir í íslenskum veruleika 13. aldar, en ég hef ekki, þótt
undarlegt megi þykja, rekist á neinar sambærilegar frásagnir í
fornum sögum. Saga endurtekur það, sem hún leggur áherslu
á. Af þeim sökum hefur mér flogið í hug, að þetta yrkisefni
Heiðarvígasögu sé hugsanlega stæling á stórtíðindum úr sögu
Gyðinga og Styr sé líkt við Faraó, sem þjakar og kúgar
ísraelslýð. Herleiðingin yfir Rauðahafið og ógnarstjórn Fara-
ós voru, eins og nærri má geta, tíð frásagnarefni í söguritum
miðalda.2 Sveitarhöfðinginn Víga-Styrr undirokar að sögn
Heiðarvígasögu smábændur, hefur af þeim eigur þeirra,
kveður upp ranga dóma, snæðir heimaalning af matarborði
bónda og tekur hann síðan af lífi, og loks eltir hann friðsama
bændur uppi og vegur þá vægðarlaust, ef þeir hyggjast leita
sér bólfestu og friðar í önnur héruð. Eftirlíkingin við ógnar-
stjórn Faraós var höfundi Heiðarvígasögu ekki fjarlægari en
öðrum söguriturum miðalda. Skammt er líka til þeirrar sam-
líkingar, að Gestur Þórhallason leysi með guðs krafti kúgaða
íslendinga frá ánauð og forneskju með því að vega Víga-Styr
1 Hvs., 226.
2 Ógnarstjórnar Faraós er víða getið, m.a. í Veraldarsögu (4. kap.), Sverris-
sögu (99. kap.) og KonungsSkuggsjá, 169; að ekkisé minnst áStjorn, 262-289.