Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 146
144
Hér hefur verið dregin upp ófögur lýsing á sveitarhöfðingjan-
um að Hrauni. Hann var að orðanna hljóðan eigi meðal-
n í ð i n g u r. Fólskuverk hans gera ádeiluna á framferði mann-
drápsmanna hvassari og friðarboðskap sögunnar áhrifaríkari.
6. Barði Guðmundarson
Þegar Barði Guðmundarson kemur til Heiðarvígasögu í upp-
hafi 13. kap., þá er Jón Ólafsson enn einn til frásagnar, því að
skinnbókarbrot sögunnar tekur ekki við fyrr en í lok 15. kap.
Fyrir þær sakir er Barði ekki kynntur til sögunnar fremur en
Víga-Styrr, og er það vitaskuld til mikils baga fyrir gagnrýn-
endur. Á einum stað í skinnbókarbrotinu, þegar fóstra hans
dregur á háls honum steinasörvið mikla, er honum lýst svo:
„Barði var mikill maðr ok sterkr at afli“,' og kemur sú lýsing
vitaskuld heim við þau ummæli Ólafs helga, að Barði sé
ættstór, mikill fyrir sér og vasklegur.
Enginn gengur þess dulinn, að Barði ber af öðrum mönnum
að vígfimi, hreysti og áræði, enda er hann víða í sögum auk-
nefndur Víga-Barði, svo sem í Eyrbyggju, en þó ekki í Lax-
dælu. Barði er í minnum hafður sem hinn mikli bardagamaður,
sem tekst með ráðabruggi fóstra síns, Þórarins á Lækj amóti, og
af eigin harðfengi að knýja fram ægilegar hefndir eftir bróður
sinn við hinar erfiðustu aðstæður og knésetja óvini sína. Hann
vegur til sigurs. Slík er hin glæsta mynd af hetju Heiðarvíga.
Fátt er sagt af Barða í öðrum sögum utan Laxdælu og
Grettissögu. Athyglisvert er, að í Grettissögu er Barði talinn
„gpfugmenni mikit“,1 2 og svarar sú umsögn til lýsingar hans í
þeirri sögu, þar sem Barði stillir til friðar og þykir offors
Grettis ganga úr hófi. Grettissaga yrkir við Heiðarvígasögu,3
og gegnir Barði þar nýju hlutverki.
Þegar Barði lætur steypa móður sinni aldraðri af hestbaki í
Saxalæk og löðrungar Áuði konu sína í rekkju, er það til
1 Hvs., 281.
1 Grettiss., 104.
2
Grettiss., xxvii-xxviii.