Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 147
145
marks um það háttalag, sem sagan kallar rið eða vanstilli, og
kom fram í máli Ólafs helga. Af þessum dæmum má gera ráð
fyrir, að helstu skapgerðareinkenni Barða séu taumleysi, ofsi
og óbilgirni, sem þarf í sjálfu sér eigi að koma á óvart, því að
þessir drættir setja yfirleitt mark sitt á mikla vígamenn.
Theodore M. Andersson túlkar hegðun Barða og hlutverk
hans í sögunni á aðra vísu. Hann telur, að ójöfnuður setji lít-
inn svip á Barða, sem sé varkár, aðsjáll, áhlýðinn og taki tillit
til almenningsálitsins.1 Andersson er jafnframt þeirrar
skoðunar, að Barði sé að upplagi nákvæmur og skarpskyggn
og hafi í atburðanna rás gerst frækn bardagamaður. í Heiðar-
vígasögu komi glöggt fram, að alþýða sé andvíg ofsa og
ójöfnuði, en fagni hófsemi og stillingu. Barði sé málsvari
þeirra gilda í sögunni. Þetta viðhorf Anderssons gengur, að
því er ég ætla, þvert á ummæli Ólafs helga, og er því vert að
fjalla nánar um það. Máli sínu til stuðnings tekur Andersson
einkum dæmi af framkomu Barða á alþingi.
Málavextir voru þeir, að Hárekssynir, morðingjar Halls
Guðmundarsonar, höfðu týnst í hafi, og var því Barða mikill
vandi á höndum. Hvar átti að bera niður um hefndir? Þórar-
inn ráðleggur Barða að reisa málið á alþingi og beiðast þar
bóta fyrir bróður sinn. Barði fór að ráðum Þórarins og beindi
á tveimur þingum máli sínu til Háreks, en það kom fyrir lítið,
því að honum stóð elli og hann var ekki lengur fjárráða. „En
allr þingheimrinn lofaði, hversu spakliga var at málinu farit.“2
En nú dró til tíðinda. Gísli Þorgautsson frá Þorgautsstöð-
um á Hvítársíðu kom út um haustið. Hann hafði verið erlend-
is í kaupferðum og var því ekki á neinn hátt við málið riðinn.
Þórarinn segir við Barða, er hann skal ríða til alþingis hið
þriðja sumar, að nú sé kominn sá maður, „sem hann hefði
eptir beðit,“ en það sé Gísli. Hann sé bráðskeyttur til máls að
taka, frýgjarn (þ.e. ertinn) og ofurkappsmaður. Þórarinn
leggur málið bert fyrir:
1 „He is cautious, circumspect, open to counsel, and conscious of public op-
inion.“ The Displacement of the Heroic Ideal, 581.
2 Hvs., 256.