Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 151
149
sér þess til, að Barði hafi verið minnugur steina móður sinnar
og ummæla Ólafs helga. En hvað sem sagt verður um þá sál-
fræðilegu skýringu, þá er því ekki að leyna, að hátterni Barða
við Auði er furðulegt, þegar haft er í huga, að Snorri goði var
helsta hjálparhella Barða eftir Heiðarvígin og bjargvættur
hans, þegar Barði kom liðfár í flasið á Porgilsi Arasyni og
föruneyti hans. Pakklæti, tillitssemi og ást rista augljóslega
ekki djúpt í eðli Barða. Heiftin flæmir burt mannlegar
kenndir, og hann þekkir tæpast aðra samskiptareglu en að
láta kné fylgja kviði. Umburðarlyndi og fyrirgefning eru hon-
um fráhverf. Hefndin sýnist vera eina úrræðið, telji hann gert
á hlut sinn, og gildir þá einu, hver fyrir verður. Hann á litla
samleið með öðrum. Hann trúir á mátt sinn og megin.
Barði er eins og tveir menn í sögunni. Annars vegar athug-
ull, þegar hann fylgir ráðum Eórarins jafnt í smáu sem stóru,
hins vegar ofsafenginn og brýtur þá brýr að baki sér. Af skipt-
um þeirra Þórðar melrakka heimamanns í Ásbjarnarnesi
virðist Barði vera meinhæðinn, langrækinn og hefnigjarn. Það
þarf hvorki bróðurvíg, féglöggan tengdaföður né tillátssama
eða ágangssama eiginkonu til þess, að hann hefni sín. Þórður
melrakki „kvezk opt hafa heyrt hót hans digr".1
Lýsandi fyrir Barða er framferði hans á alþingi að afstöðn-
um Heiðarvígum. Þar flytur hann merka ræðu:
Á þá leið, segir hann, at „vera má svá, at menn virði þann veg,
at mér leiðisk í seinna lagi at mæla hér at Lygbergi. Eigi er þat
fyrir þá syk, at ek sé málsnjallr maðr, heldr berr mér til handa
mikinn vanda opt af málum. Nú vættir mik, at f(l)estum mynn-
um sé kunnigt, hversu vár viðskipti hafa farit ok þeira manna, er
oss hafa í mót staðit. Þykkjumsk vér hafa haft við langa þolin-
mœði, þá harma er (o)ss váru górvir, ok fengum þar í mót spott
ok háð, þá er oss var andstefnt. þá er vér (b)eiddum bóta fyrir
frændr vára, ok þar með óþokka af frændum ok tengðamynnum
ok þar í frá út pllum jafnsaman, er vér várum eigi svá bráðir í
hefndum. Ok er vér áttum engra yfirbóta at vænta, þá réðum vér
til hefnda nykkuru meir með kappi en forsjá at ráðask með
ófriði í gnnur heruð með fá menn. Ok nú kom svá, at vér feng-
1
Hvs., 271.