Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 153
151
(þá er ek vá félaga þína ok frændr á heiðinni, en) hjpltum
laust ek þik, fyrir því at mér þótti ekki annat at þér geranda.“‘
Viðbrögð Barða við orðum Tinds Hallkelssonar eru ekki til
þess fallin að setja niður deilur og það á alþingi sjálfu. Barði
birtist nú í sinni réttu mynd, þegar Þórarinn hefur sleppt af
honum hendi. Tindur brigslar Barða um hugleysi, en Barði
lætur sér ekki nægja að svara í sömu mynt eða draga úr orða-
sennunni, heldur stráir hann salti í sárin. Hann storkar and-
stæðingum sínum og raunar sjálfum þingheimi með brugðnu
sverði skörðóttu, sem brotnaði, þegar hann vó Gísla Þor-
gautsson, föður hans og frændur í Heiðarvígum. Þetta var
sjálft sverðið Þorgautsnautur, sem Þórarinn á Lækjamóti
hafði fyrir Heiðarvígin látið brott nema úr vopnakistu Þor-
gauts á Þorgautsstöðum. Sverðið var ekki aðeins hefndartákn
Barða heldur einnig ímynd fullkominnar lægingar Borgfirð-
inga.1 2
Sverðskak Barða á alþingi minnir á sams konar athæfi hans
við upphaf bardagans á heiðinni, enda er það einkanlega háttur
óheflaðra vígamanna að skaka vopn sín.3 Barði kveðst hafa
lostið Tind með hjöltum, en slíkt er einnig háttur ofurkapps-
manna, þeir ljósta menn ýmist með sverðshjöltum eða öxar-
hamarshöggum í svívirðingarskyni, og eru ærin dæmi um það í
fornsögunum.4 Barði er bardagamaður bæði í stríði og friði.
Nafn Barða er táknrænt, svo sem fyrr segir. Barði merkir
„sá sem ber“ og einnig „sá sem er barinn“. Barði er barinn af
1 Hvs., 317. (Ljóspr. útg.). Sbr. Jón Helgason: „Blað Landsbókasafns úr
2 Heiöarvígasögu", 135.
Hefndin er grirnmust og sárust, þegar menn eru vegnir með eigin vopni eða
ættarinnar. í Örlygsstaðabardaga bar Sighvatur öxina Stjörnu. „Hann helt
um skaftit fyrir neðan augat ok sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu."
Synir Sighvats voru allir eftir bardagann af lífi teknir með Stjörnu. Sturl-
unga saga I, 433, 438.
Eldgrímur og V íga-Hrappur hrista vopn sín og með því skipar Laxdæluhöf-
undur þessum mönnum á ákveðinn bás í sögunni. Laxdæla, 104,191. Egill
Skallagrímsson „skók sverðit“, en sú athöfn er í nánum tengslum við vís-
4 una, sem fylgir. Egilss., 204.
Sjá t.d. neðanmálsgrein í Hvs., 315.