Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 155
153
ekki lengur ofar moldu? Barði fer þá kunnu leið Sturlungaald-
ar að beina hefndinni að saklausum frændum eða vensla-
mönnum vegenda. Barði verður verkfæri í höndum sæmdar-
hugsjónarinnar og gengst svo upp í hlutverki sínu, að hann
stökkvir á brott öðrum hvötum í fari sínu, mannlegir eigin-
leikar hverfa, og hann verður gagntekinn hefndinni eins og
Þuríður, móðir hans. Þeir Þórarinn á Lækjamóti og Barði
gera sig seka um grófar misgerðir til að koma fram hefndum:
Drápi á saklausum mönnum, sem ekki höfðu átt neinn þátt í
vígi Halls, lygum, þjófnaði og blekkingum. Fari Barði að
manna siðum, fer hann ekki að guðs lögum. Þar grípur Heið-
arvígasaga á kýlinu. Menn vega ekki saklausa menn órefsað.
Barði er leiksoppur forneskjulegra hugmynda, sem Heiðar-
vígasaga reisir merki gegn, m.a. með fordæmingu Ólafs helga
á gerðum hans. Sagan miklar karlmennsku Barða og hetju-
lund, um leið og höfundur andæfir þeirri siðspillingu að vega
saklausa menn fyrir tyllisakir. Því auðsærra sem sakleysið er,
þeim mun hræðilegra verður manndrápið. Á Víga-Styrr og
Barða er sá munur, að Víga-Styrr er ímynd sjálfrar heiðninn-
ar með öllum sínum óguðlegu siðum, en forneskjan á svo
sterk ítök í Barða, að hann vegur saklausa menn til hefnda,
trúir á mátt sinn og megin og ofsar sér til vansa.1 Þeir taka
rétta refsingu samkvæmt guðs lögum: Annar þolir langa pínsl
í helvíti fyrir misgerðir sínar, hinum hlotnast við sögulok fyrir
guðs miskunn að berjast fyrir réttan málstað, og af þeim sök-
um hreinsast hann í dauðasínum. Sjálfur himnakonungur vís-
ar Styr frá hirð sinni, en Ólafur helgi Barða.
1 Tvær grunnmerkingar eru í grísku hugmyndinni um katharsis eða hreinsun.
Fyrir sáningu ersteinum, kvistum og trjám kastað af akrinum. í annan stað
var gróðurmoldinni bættur skortur með áburði til jafnvægis. Sýnt er, að
utangarðsmennirnir Styrr og Barði falli undir fyrra liðinn, þeir berjast „á
akrinum" og þeirra bíður útskúfun. Gríska orðið hubris er oft þýtt sem „of-
metnaður“, en merkir í raun „hamsleysi". Sá sem er haldinn hubris er eins
og villtur hestur stjórnlaus. Hugmyndin um hubris sýnist mér vera náskyld
vanstilli eða riði, sem eru fordæmdir eiginleikar í Heiðarvígasögu, og Styrr
og Barði fara ekki varhluta af. Sjá Miller: „Orestes: Myth and Dream as
Catharsis," 26-47.