Studia Islandica - 01.06.1993, Side 156
154
Sigurður Nordal hefur haldið því fram, að storkunarorð
Gísla réttlæti Heiðarvígin.1 Petta hygg ég vera hið gamla
sögulega viðhorf, þegar einblínt er á ásýnd hlutanna, en ekki
skyggnst undir yfirborðið. Víg Gísla er ekki réttlætanlegt
samkvæmt siðaskoðun Heiðarvígasögu. Forvitnilegt er að
hugleiða sambærilegt söguefni í Njálu.
Víg Halls Guðmundarsonar hefur svipaða stöðu í atburða-
rás Heiðarvígasögu og víg Práins Sigfússonar í Njálu. Dráp
þeirra markar upphaf að síðara hluta sagnanna og nýrri ófrið-
aröldu. Práinn varð fyrir þeirri ógæfu að taka við illmenninu
Víga-Hrappi, þar sem hann var á flótta undan Hákoni Hlaða-
jarli í Noregi, og koma honum undan á skipi sínu út til
íslands. Fyrir bragðið urðu Njálssynir fyrir harðræði miklu af
hendi jarls og sluppu nauðuglega með hjálp Kára Sölmundar-
sonar. Pegar heim kom, gáfu Njálssynir Práni sök fyrir hrak-
farir sínar og fengu Ketil í Mörk, mág sinn, að tala máli sínu
við bróður sinn:
Litlu síðar inntu þeir til við Ketil, en hann kvezk fátt mundu
herma af orðum þeira, — „því at þat fannsk á, at Þráni þótta ek
mikils virða mágsemð við yðr.“ Síðan hættu þeir talinu, ok þótt-
usk þeir sjá, at erfiðliga mundi horfa, ok spurðu fpður sinn ráðs,
hversu með skyldi fara, kváðusk eigi una, at svá búit stœði.
Njáll svaraði: „Eigi er slíkt svá óvant. Þat mun þykkja um sak-
leysi, efþeir eru drepnir, ok er þat mitt ráð at skjóta at sem flest-
um um at tala við þá, at sem flestum verði heyrinkunnigt, ef þeir
svara illa. Þá skal Kári um tala, því at hann er skapdeildarmaðr.
Mun þá vaxa óþokki með yðr, því at þeir munu hlaða saman ill-
yrðum, er menn eigu hlut at: þeir eru menn heimskir. Þat kann
ok vera, at mælt sé, at synir mínir sé seinir til atgerða, ok skuluð
þér þat þola um stund, því at allt orkar tvímælis, þá er gprt er.
En svá fremi skuluð þér orði á koma, er þér ætlið npkkut at at
gera, ef yðvar er illa leitat. En ef þér hefðið við mik um ráðizk
í fyrstu, þá munduð þér aldri hafa orði á komit, ok myndi yðr þá
engi svívirðing í vera, en nú hafið þér af ina mestu raun, ok mun
þat þó svá aukanda fara um yðra svívirðing, at þér munuð ekki
3 Hvs., cxxix. -— Á sama máli er Andersson („a justified vengeance“): „The
Displacement“, 581.