Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 163
161
er heldr tryggðir, en sá gremi guðs, er rýfr réttar tryggðir, en
hylli sá, er heldr. Hpfum heilir sæzk, en guð sé við alla sáttr.“'
Griðamál voru eiður, sem hafður var um hönd, þegar grið
voru sett eða friður um stundar sakir. Tryggðamál voru hins
vegar eiðstafur, sem notaður var, þegar friður var heitinn til
frambúðar.
Á þessu tvennu er gerður greinarmunur í lögbókum, en svo
er ekki í Heiðarvígasögu. Þar er eiðurinn upphaflega kallaður
griðamál: „Þat er upphaf griðamála várra, at guð sé við oss
alla sáttr“, og er það í samræmi við atvik sögunnar, en að
felldum upphafsorðunum taka brátt tryggðamál við, og er
eiðurinn beinlínis nefndur svo undir lokin. Sýnilegt er því, að
eiðspjallið í Heiðarvígasögu mælir ekki aðeins fyrir stundleg-
um friði heldur einnig varanlegum.
Það er óneitanlega umhugsunarefni, hvort söguhöfundur
hefur sjálfur af ásettu ráði staðið fyrir þessum blendingi til að
gefa griðamálunum almennara friðargildi eða hræringurinn sé
af gömlum rótum runninn. Úr þessu verður tæpast skorið, því
að þessir textar griðamála og tryggðamála eru til í ýmsum
gerðum, og fátt er vitað um skyldleika þeirra og þróun. For-
málarnir eru auðsæilega eldgamlir, eins og marka má af sam-
félagslegri nauðsyn slíkra lagatexta, myndmáli og notkun
stuðlasetningar og hrynjandi í líkingu við bundið mál.2
í Grettissögu er líka griðaformáli, og er hann blandaður
tryggðamálum, þótt í litlum mæli sé. Hann er sýnilega undir
áhrifum frá Heiðarvígasögu, enda eru aðstæður áþekkar.
Grettir gengur undir dulnefninu Gestur til leika á Hegraness-
þingi, og segir þar Hafur bóndi fyrir griðum með mikilli
röksemd.3
Þegar Þorgils Arason hafði lokið að mæla fyrir griðum í
Heiðarvígasögu, þá segir Snorri:
' Hvs., 312-313.
Sjá Grágás, 456-458. „Griðamál og trygðamál", KLNM V ( Arne Böe) og
tilvitnuð rit. Sven Benson: „Talaktsteori och islándsk saga“.
Grettiss., 231-233; sbr og skýringar nmáls.