Studia Islandica - 01.06.1993, Page 165
163
guð og menn er kjarni eiðstafsins. í stað þess að vera stíl-
hnökri í brautryðjandaverki bókmenntagreinar eru griðamál-
in ákall um sátt og frið og ein af lykilatriðum Heiðarvígasögu.
Ævagömul reynsluvísindi samfélagsins taka undir friðarhug-
sjón hennar.
B. Eiður Skeggjason
Frá eiðstafnum er skammt til persónugervingar hans, Eiðs
Skeggjasonar í Ási í Hálsasveit. Eiður stillir til friðar á alþingi
og letur sonu sína til mannhefnda. Hann er þess vegna manna
líklegastur til að tala máli höfundar.
Eiður kemur víða við sögur, m.a. Laxdælu, þar sem bryddir
á skyldleika við Heiðarvígasögu. Par er ónefndur sonur Eiðs
sagður veginn af Grími og Njáli, sonum Helgu frá Kroppi.
Njáll drukknaði síðar í Hvítá, en Grímur bjó um sig sem sek-
ur skógarmaður norður á Tvídægru. Eiður, sem „var þá mjpk
gamlaðr“, kom ekki fram hefndum, svo að Þorkell Eyjólfsson
tók sér fyrir hendur af frændsemis sökum að rétta hlut hans og
fékk í því skyni hið sögufræga sverð Sköfnung að láni hjá
Eiði. Þorkeli tókst ekki að ráða niðurlögum Gríms, og varð
honum lítill frami af tiltæki sínu. Þótt undarlegt megi þykja af
föður, sem á harma sinna að reka, reynir Eiður að telja Þor-
keli hughvarf: „Þú munt þessu ráða,“ segir Eiðr, „en ekki
kemr mér þat á óvart, þóttú iðrisk eitthvert sinn þessa einræð-
is.“' Eiður er vitur, friðsamur og forspár. Hann virðist una
því, að sonarbani hans sé ekki af lífi tekinn, og er sviplík
mynd af honum dregin í Heiðarvígasögu.
Eiður er fyrst nefndur til sögunnar í endursögn Jóns Grunn-
víkings, þegar hann setur ofan í við Gísla á alþingi fyrir að
munnhöggvast við Barða:
1 Laxdœla, 172. Þorsteins þáttur stangarhöggs er friðarsaga líkt og Heiðar-
vígasaga. Þátturinn birtir hugmyndaheim hefndarinnar. Hann rekur af
leikni, hvernig unnt sé að halda virðingu sinni án mannvíga, enda þótt al-
þýða krefjist annars. Fróðlegt er að bera saman karlana Eið í Heiðarvíga-
sögu og rauðavíkinginn Þórarin, föður Þorsteins. Þar er fenginn góður
grunnur til að greina hugtökin sæmd, hefnd, sættir og almenningsálit. Ausl-
firðinga sögur. ÍF XI, 69-79.