Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 166
164
Eiðr mælti Skeggjason: „Segja skal þursi, efhann sitr n0kkviðr
við eld, ok er illa ok óvitrliga undir tekit, atsvá stórir menn, sem
nú eigu hlut at.“ Gísli svarar: „Hér sannask þat, sem mælt er:
Nýsirfjarri, en nœr sjaldan, ok er þat þín at ván at halda svá svari
frænda þinna, sem nú má heyra,“ ok hleypr í brigzlyrði við Eið.
Nú mælti Eiðr: „Eigi hirðu vér at skattyrðask við þik. ‘ll
Fyrir Eiði vakir að sjálfsögðu að láta ekki á sannast, að tunga
sé höfuðs bani.2 Sama sagan endurtekur sig á alþingi eftir
Heiðarvígin. Þá fær Eiður ekki orða bundist, þegar hann
hlýðir á orðahnippingar þeirra Tinds og Barða:
Þá stendr upp einn gamall maðr, ok var þar Eiðr Skeggjason ok
mælti: „Kunnu vér mikla óþpkk, at menn skattyrðisk hér, hvárt
er þat gera várir menn eða aðrir; til einskis kemr þat góðs, en
opt gerisk illt af því; skyldi menn þat mæla hér, at til sátta væri;
ætlu vér, at eigi muni aðrir meir eiga eptir sínum hlut at sjá, eða
gðrum muni stórugi meiri harma leitat en mér; sýnisk oss þó þat
ráð, at sættask; munu vér því eigi várkynna gðrum, þó at hér
skattyrðisk; er þat ok vænst til, at illa gefisk sem fyrr at velja
mgnnum neisulig orð.“ Hann fekk góðan róm at sínu máli.3
Boðskapur ræðunnar er augljós, annað vegur ekki þyngra en
sættir og friður. Ekki er laust við, að Eiður Skeggjason minni
við þetta tækifæri á Þorgný lögmann á Uppsalaþingi: „Pá stóð
upp Þorgnýr.“4 Menn skulu ekki skattyrðast, segir Eiður, það
leiðir aldrei til góðs, „en opt gerisk illt af því“. Þetta er sama
viðkvæðið og í fyrri ræðu Eiðs á þingi, og átölur hans varða
bæði vini og óvini. Enn sem fyrr gefur Heiðarvígasaga stök-
1 Hvs., 258-259. Skáletruðu orðin eru úr frumsögu. Það örlar á örlitlum
skyldleika við orð Þorsteins svarta, þau sem hann mælir við Lamba í
Laxd.,183. I Konungsskuggsjá segir m.a. svo um mannvit: „Það er og
mannvit, ef maður er staddur á fjöldafundi manna á þingum eða á stefnum
og heyrir hann þar orð manna og erindi, að kunna á því góða skilning, hver
orð eða erindi eru þau þar mælt, er tekin eru af mannvitsgrundvelli, eða
hvað mælt er af skjótu tunguvarpi eða skammsýnilegu varraskrapi.“ Kon-
ungs Skuggsjá, 127.
2 Sjá Hermann Pálsson: Úr hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu, 103-
110.
3 Hvs., 315.
4 Hkr. 11,115.